Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Flugur’ Category

Þar sem jólin nálgast nú óðfluga og ég var í sérstaklega miklu jólaskapi í kvöld ákvað ég að henda í nokkra buzzera með svolitlu jólaþema. Ætli það væri ekki best að veiða þessa saman á línu – svona eins og jólaseríu 🙂

Read Full Post »

Svört Snappy Poodle

Svört Snappy Poodle

Í mynd sinni um straumflugveiðar notar Oliver Edwards nokkrar tegundir flugna til að ginna fiskana til töku. Ég hef aðeins rætt um eina þeirra, Big Eyed Bugger hérna áður og nú langar mig að spjalla aðeins um fluguna Snappy Poodle sem kemur líka fyrir í myndinni. Snappy Poodle er fluga að mínu skapi því að í henni er marabou, hellingur af marabou! Svo er hún líka framþung og með augu. Hvernig getur þetta klikkað spyr maður bara. Ég var í bölvuðum vandræðum með að finna rétta efnið í búkinn á henni en hann er döbbaður úr löngum gerfiþráðum og svo tættur út og greiddur aftur. Ég fann ágætis efni í hann á Flybox sem heitir Fly-brite og pantaði það. Ég nota Fish-Skull í hausinn í stað haussins sem Edwards notar en finnst það ekki koma að sök. Og svo er hellingur af marabou. Þetta er semsagt svolítið efnisfrek fluga og því ekki úr vegi að lakka vel og gera hana extra sterka. Rauði punkturinn á hálsinum er svo bara tússaður á döbbið í lokin. Það má auðvitað gera hana í fleiri litum en svarta og ég held að ólífugræn og hvít væru ekki svo vitlausar. Hún mun allavega fara í boxið mitt í nokkrum litum. Fluguna á myndinni hnýtti ég á streameröngul #6 en ég held að flugan komi betur út á #4 eða jafnvel #2.

Read Full Post »

Super Tinsel

Super Tinsel

Ég verð að segja að mér brá pínulítið í brún þegar ég barði þessa flugu augum í fyrsta sinn og mér varð að orði að þetta væri ekkert nema létt útgáfa að silfruðum Toby. Sem er að vissu leyti rétt ef horft er til litana í henni. En því er ekki að neita að Super tinsel er firnasterk fluga og sérstaklega í urriðan að vori. Hún er venjulega ekki hnýtt þyngd sem býður upp á að nota hana á því dýpi sem hentar hverju sinni og hún er létt í kasti. Í útgáfurnar sem ég hnýti nota ég silfurlitað döbbefni í væng sem ég greiði svo aftur með bursta. Búkurinn er úr silfur tinseli og skeggið úr rauðu Senyo´s laser dub (rautt dub með glitþráðum í). Svo er hefðbundnari útgáfan með haus úr svörtu döbbi en hin útgáfan mín með svörtum marabou undirvæng í staðinn. Flugan er einföld og fljótleg í hnýtingu og allir ættu að eiga nokkrar svona í boxinu.

Super Tinsel með marabou undirvæng

Super Tinsel með marabou undirvæng

 

Read Full Post »

Þráðlaus Bözzer

bozzer_web2Manni finnst það ekki alveg hljóma rétt að þessi fluga hafi verið „hnýtt“ enda kom hvergi nálægt henni þráður né hnútur. Það sem ég nota í þessa er eftirfarandi: Svartur vír, Zap-a-gap lím, UV lakk og tilheyrandi ljós, rauður og svartur túss og að lokum Hard-as-nails naglaherðir. Mér finnst rauði tússinn koma sérstaklega vel út í flugunni og á klárlega eftir að fara og ná mér í fleiri liti til að prufa í svipuðum flugum. Nauðsynlegt er að lakka að lokum yfir UV lakkið því það verður alltaf smá klístruð húð á því eftir herðingu. Gott er að nota til þess þunnt flugulakk eða efnið sem ég nota, Hard-as-nails en það fæst í Hagkaupi

Read Full Post »

Orange Big eyed bugger

Orange Big eyed bugger

Oliver Edwards er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég var að horfa á myndina hans um straumfluguveiðar um daginn þar sem hann notaði stóreygða útgáfu af Wooly bugger. Ég las mér aðeins til um þetta og upp úr krafsinu kom sú kenning að ránfiskar eru mjög uppteknir af augum bráðarinnar og þau geti verið kveikjan að árás á bráðina. Og því sé tilvalið að ýkja augun duglega til að ná fram þessu viðbragði. Big-eyed bugger eins og ég hnýtti hann er í raun bara nobbler með stórum augum og epoxy haus. Ennfremur þyngdi ég flugurnar að framan með tungsten mottu frá Veniard til að fá fram hreyfinguna sem framþungar flugur eins og nobblerinn hafa. Ég hef mikla trú á þessum flugum (var að hnýta þær, hef ekki prufað þær enn) sem og annari flugu sem O.E. notar í sömu mynd og ég mun taka fyrir mjög bráðlega.

Fleiri litir

Fleiri litir

Read Full Post »

Vorflugurnar

Þessar eru reyndar ekki úr vorveiði :)

Þessar eru reyndar ekki úr vorveiði 🙂

Þessi póstur fjallar ekki um vorfluguna heldur þær flugur sem hafa reynst mér vel í vorveiði. Ég er mjög hrifinn af því að nota straumflugur og finnst þær sérstaklega sterkar á vorin þegar skordýralíf er ekki komið almennilega af stað en hornsílin eru farin að sjást. Ég vel helst straumflugur í áberandi litum á vorin og fer ekki í þær dökku fyrr en hinar eru fullreyndar. Hér er smá listi um þær straumflugur sem ég nota helst á vorin en hann er þó alls ekki tæmandi:

Mickey Finn
Nobbler/Wooly bugger (Orange, hvítur og bleikur) (meira…)

Read Full Post »

Nýtt í boxið #4

Skulli Ég er mikill aðdáandi strímera og því ekki vanur að hnýta flugur í smáum stærðum. En æfingin skapar meistarann og mér sýnist maður vera kominn upp á lagið með að hnýta #16. Ætli ég láti minni flugur en það ekki eiga sig í bili og hafi 18 og 20 bara á dagskrá næsta vetur. Hér koma tvær flugur sem ég ætla að reyna í sumar og grunar að þær eigi eftir að koma við sögu í upphafi vertíðar þegar ég fer að lemja Vífilsstaðavatn. Önnur er mýflugulirfa/púpa sem hefur verið að gera það gott vestanhafs en hin á sér óhefðbundnari sögu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliJæja hér koma tvær í viðbót sem eru nýjar hjá mér í ár. Þegar ég fer í það að hnýta mér eitthvað nýtt þá hnýti ég alltaf allavega tvær stærðir og tvær flugur af hverri stærð því það er fátt meira svekkjandi en að vera búinn að finna fluguna sem fiskurinn vill taka og tapa svo eina eintakinu sem var til í boxinu.  Þessar flugur sem ég sýni hér eru báðar byggðar á einhverju leyti á flugum sem ég fann á netinu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliHér koma tvær sem eru í raun bara kúlu-tvist á vel þekktar flugur. Að nota svokallaðan hot-spot á flugu telja margir að geti gert gæfumuninn þegar fiskurinn er ekki alveg til í „venjulegu“ útgáfuna og ég er hérna með tvær þar sem ég valdi að nota kúluhausinn sjálfann sem hot-spot. (meira…)

Read Full Post »

SkulliNú nálgast vertíðin óðum og ég er búinn að vera í óða önn að fylla á fluguboxin. Ég reyni að byrja á því að fylla í götin sem mynduðust í fyrra í boxunum en þegar það er komið þá fer maður að bæta einhverju nýju og óreyndu við gömlu reynsluboltana. Svo verður maður líka pínu þreyttur á því að hnýta Krókinn eftir fyrstu 20 flugurnar eða svo (spurning um að fara að nota aðrar flugur meira?).  Þegar ég fer að hnýta eitthvað nýtt þá fæ ég hugmyndir úr öllum áttum. Flugurnar koma af netinu og úr bókum. Sumar hefur maður séð á barnum í einhverri veiðibúð eða fengið leynivopnsuppskrift hjá félaga. Og stundum (meira…)

Read Full Post »

Older Posts »