Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Fluguveiði’ Category

SkulliMig langar að fjalla svolítið um hinar svokölluðu „Evrópsku veiðiaðferðir“ . Þær eru kenndar við Tékkland, Pólland, Frakkland og Spán. Þessar aðferðir hafa að mínu viti lítið verið stundaðar við silungsveiðar hér á landi en full ástæða er að telja að þær virki alveg jafn vel hér og annarstaðar í heiminun. Aðferðirnar eru keimlíkar en henta misvel við mismunandi aðstæður. Þær krefjast þess að veiðimaður fari varlega þar sem hann þarf að vera í töluverðu návígi við bráðina og að fluguveiðibúnaðinum sé beitt á allt öðruvísi hátt en vanalegt er. Ég hef aðeins prófað svona veiðiskap og komst að því að „veiðanlegum“ stöðum fjölgaði töluvert við það að hafa þessi trix í pokahorninu.

Tékkneska aðferðin (Czech nymphing)

Chironomid

Chironomid með tungsten kúlu – góð í tékknesku aðferðina

Tékkneska aðferðin við veiðar með púpum í straumvatni kom fram fyrir sjónir almennings um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þessi aðferð er þróuð úr frá pólsku aðferðinni og er mjög lík henni. Báðar byggja þær á að veitt er mjög nálægt stönginni, svo til undir stangartoppinum. Flugulínan sjálf rétt stendur út úr stangarendanum, um eitt fet eða svo og snertir aldrei vatnið. Veitt er með tveimur eða þremur púpum og eru þær mis þungar. Þessi aðferð hefur marg sannað sig sem ein sú veiðnasta sem til er til að veiða silung í straumvatni.

Búnaður:
Flugustöng í línuþyngdum 3 – 6 er ákjósanlegt tól í þessa veiðiaðferð og eru léttari stangir betri til að þreyta veiðimanninn ekki um of. Stöngin má helst ekki vera styttri en (meira…)

Read Full Post »

Vetur

SkulliJæja nú er langt um liðið frá síðustu færslu enda lítið verið að gerast í veiðinni undanfarið. En bráðlega fer maður að taka hnýtingagræjurnar fram og þá fer þetta vonandi að glæðast aðeins. Þar sem ég náði nú að veiða mér nokkrar rjúpur í haust finnst mér tilvalið að reyna að nýta fjaðrirnar úr þeim í flugur og mun leyfa þeim sem nenna að fylgjast með þegar ég fer að vinna í því að gera fjaðrirnar nothæfar með hreinsun, þurrkun og litun og svo hvernig þær koma út sem hnýtingaefni. En það verður samt að bíða þar til eftir áramót. Þangað til langar mig að deila með ykkur vefsíðu sem hefur að geyma skemmtilegar leiðbeiningar um fluguveiði. Fullt af vídeóum úr smiðju Orvis manna og þó að margt þarna sé frekar „basic“ þá er alltaf gott að rifja upp grundvallaratriðin

Smellið hér til að skoða fluguveiðileiðbeiningar Orvis á netinu

Read Full Post »

Black ghost túbur. Mynd fengin af http://www.globalflyfisher.com

Þar sem ég var ekki alveg tilbúinn til að leggja stöngina á hilluna þetta seasonið var ég voða ánægður að sjá í fésbókargrúppunni „veiðifólk sem vantar að fylla upp í veiðiholl“ að losnað hafði um stöng í Þverá í Fljótshlíð 21. október og ég stökk á tækifærið, tryggði mér stöngina og bjallaði svo í félaga minn til að taka stöngina á móti mér. Þegar 21. rann upp var frost úti og við vorum ekkert að stressa okkur úr bænum, lögðum af stað um 8 leytið sem mundi þá passa við það að byrja veiðar um 10, vonandi þegar hætt væri að frjósa í lykkjum.
Verandi reynslulitlir í laxveiðinni (og með reynslulitlir meina ég að annar okkar hafði aldrei fengið lax og hinn ekki í tæplega 20 ár) höfðum við leitað ráða um flugnaval og aðferðir hjá ýmsum varðandi veiðistaði, aðferðir og flugnaval og (meira…)

Read Full Post »

Fossvötn í Veiðivötnum

Rakst á skemmtilegt vídeó frá Veiðivötnum á YouTube. Þarna eru á ferð norskir náungar frá www.upstreamnorway.no  Fyndið hvað hundurinn í myndbandinu virðist vera alveg jaf spenntur og veiðimaðurinn þegar sett er í fyrsta fiskinn 🙂

 

Read Full Post »

Það verður að segjast að veiðiferðirnar hafa verið töluvert færri hjá mér í sumar en ég ætlaði. En nú horfir loks til betri vegar og framundan eru tvær ferðir í Veiðivötn og á milli þeirra verður farið á annaðhvort Arnarvatnsheiði eða í Framvötnin.
En nóg um það. Mig langar til að ræða um flugu og (meira…)

Read Full Post »

Nú eru aðeins tveir dagar í 1. apríl. Undirritaður skrapp á hjólfáknum og sótti nýtt fluguhjól frá TFO í gær og svo aftur í hádeginu í dag að sækja veiðikortið 2012. Þannig að allt er klárt fyrir fyrsta veiðidag. Vífilsstaðavatnið verður að öllum líkindum staðurinn þar sem bleytt verður í færi á sunnudag og það hefur reynst mér best að vera sunnan megin í vatninu. Það á það til að v (meira…)

Read Full Post »

BG&Nobbler blendingurinn

Nokkrir aðilar hafa haft samband við mig og spurt hvort ég selji flugur. Ég geri það alla jafna ekki en ef menn/konur hafa áhuga á að fá eitthvað af flugunum sem ég hef verið að sýna hérna á blogginu er það alveg möguleiki. Ég ligg samt ekki með stóran lager af neinum af þessum flugum þannig að það getur tekið nokkra daga að græja þær. Það má hafa samband við mig á póstfangið sigkris(hjá)internet.is til skrafs og ráðagerða.

Read Full Post »

Að sleppa fiski

Nú nálgast 1. apríl hratt og menn eru komnir í startholurnar. Ég hef byrjað veiðina í Vífilstaðavatni í apríl undanfarin tvö vor og hefur gengið alveg bærilega. Reyndar er skemmtilegt að segja frá því að fyrra vorið veiddi ég eingöngu bleikjur en það síðara bara urriða. Hvað ætli gerist í ár?…

En á vorin er finnst mér fiskurinn sem ég veiði oft ekki mikill matfiskur, gjarnan horaður og bragðvondur. Þess vegna sleppi ég oft vatnafiski sem ég veiði snemma á vorin. (meira…)

Read Full Post »

Streamer

Var að klára að horfa á skemmtilega mynd sem fjallar um veiði með straumflugum. Það er farið í nokkur atriði straumfluguveiða þarna og kennd nokkur trix þó þetta sé ekki hreint kennslumyndband. Læt fylgja trailerinn úr myndinni. Veit ekki til þess að hún fáist á íslandi en það er hægt að nálgast hana með smá leit á internetinu. Þið vitið hvað ég meina…

Read Full Post »

Skellti mér í bíó í kvöld á Rise fluguveiðihátíðina. Flottar myndir sem sýndar voru og ég er strax farinn að vinna í því að ná mér í eintök af nokkrum þeirra í fullri lengd.
Takk fyrir mig og sjáumst að ári.

Read Full Post »

Older Posts »