Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Aðferðir’ Category

SkulliMig langar að fjalla svolítið um hinar svokölluðu „Evrópsku veiðiaðferðir“ . Þær eru kenndar við Tékkland, Pólland, Frakkland og Spán. Þessar aðferðir hafa að mínu viti lítið verið stundaðar við silungsveiðar hér á landi en full ástæða er að telja að þær virki alveg jafn vel hér og annarstaðar í heiminun. Aðferðirnar eru keimlíkar en henta misvel við mismunandi aðstæður. Þær krefjast þess að veiðimaður fari varlega þar sem hann þarf að vera í töluverðu návígi við bráðina og að fluguveiðibúnaðinum sé beitt á allt öðruvísi hátt en vanalegt er. Ég hef aðeins prófað svona veiðiskap og komst að því að „veiðanlegum“ stöðum fjölgaði töluvert við það að hafa þessi trix í pokahorninu.

Tékkneska aðferðin (Czech nymphing)

Chironomid

Chironomid með tungsten kúlu – góð í tékknesku aðferðina

Tékkneska aðferðin við veiðar með púpum í straumvatni kom fram fyrir sjónir almennings um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þessi aðferð er þróuð úr frá pólsku aðferðinni og er mjög lík henni. Báðar byggja þær á að veitt er mjög nálægt stönginni, svo til undir stangartoppinum. Flugulínan sjálf rétt stendur út úr stangarendanum, um eitt fet eða svo og snertir aldrei vatnið. Veitt er með tveimur eða þremur púpum og eru þær mis þungar. Þessi aðferð hefur marg sannað sig sem ein sú veiðnasta sem til er til að veiða silung í straumvatni.

Búnaður:
Flugustöng í línuþyngdum 3 – 6 er ákjósanlegt tól í þessa veiðiaðferð og eru léttari stangir betri til að þreyta veiðimanninn ekki um of. Stöngin má helst ekki vera styttri en (meira…)

Read Full Post »