Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Hitt og Þetta’ Category

Frost á fróni

Frost á fróni

Einn af fylgifiskum þess að veiða á Íslandi á vorin og haustin (reyndar stundum líka á sumrin) er að það getur frosið vatn í lykkjunum á stönginni. Þetta gerir veiðimönnum erfitt fyrir og getur á tíðum orðið leiðigjarnt. Ég hef heyrt ýmis ráð við þessu, t.d. að nota WD-40 á lykkjurnar. Nú eða bóna þær með bílabóni. Ég er nú ekki sérstaklega hrifinn af því að vera að sletta einhverjum svona iðnaðarefnum á græjurnar mínar og hef jafnvel heyrt að sterk efni eins og WD-40 geti skemmt línur (sel það þó ekki dýrara en ég keypti). Sumir hafa líka notað varasalva til að bera á lykkjurnar með ágætis árangri. En eitt ráð hef ég heyrt sem mér

Gott í fleira en matinn

Gott í fleira en matinn

hugnast öðrum fremur og það er að nota matreiðsluspreyið PAM á lykkjurnar til að hrinda frá vatninu. Þá er bara spreyjað á lykkjurnar, ekki borið á með tusku og og PAM-ið sér um að halda vatninu úr lykkjunum auk þess að skemma ekki húðina á línum. Svo er náttúrulega hægt að nota það líka til að steikja aflann að loknni veiðiferð. Nú og svo eru til efni sem koma frá veiðigræjuframleiðendum sem eru marðkaðsett í einmitt þessum tilgangi, t.d. Stanley´s ice off paste frá Loon en ég fæ meira kikk út úr því að nota svona heimilis „remedíur“ 🙂

Read Full Post »

Samantekt 2013

SkulliJæja þá er komið nýtt ár og rétt að gera upp það gamla. Ég hef ekki veitt jafn lítið eins og sumarið 2013 síðan ég tók upp þráðinn aftur í veiðinni fyrir nokkrum árum síðan. Fiskarnir sem ég skráði á veidibok.is eru ekki nema 25 samtals en rétt er að taka fram að ekki rötuðu allir veiddir fiskar í bókina. Undanfarin ár hef ég farið í nokkra fasta túra sem ég varð að sleppa síðasta sumar vegna þess að ég var að bjóða frumburðinn velkominn í heiminn en þeir koma aftur inn í ár. En ég fór á nokkra nýja staði í sumar og langar aftur á þá alla utan einn (Gufuá í Borgarfirði er bara ekki að gera sig fyrir mig). Elliðavatn er sá staður sem ég sótti hvað fastast í sumar en ég hafði ekki veitt þar áður. Vatnið kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega hvað varðar stærðina á fiski en ég fékk mína stærstu fiska þar í sumar. Það voru nokkrir urriðar á bilinu 50 – 60 cm.  Einnig heimsótti ég Arnarvatnsheiðina (norðan megin) snemma sumars í fyrsta skipti og var mjög hrifinn af því veiðisvæði. Hólaá er líka staður sem ég hef hug á að gera að föstum pósti í vorveiðinni. Í lok sumars ákvað ég síðan að ganga til liðs við veiðifélagið Ármenn og er að skoða hvaða möguleika það býður manni upp á næsta sumar.  En nú er að ganga í garð tími fluguhnýtinga og ég vona að það lifni aðeins yfir blogginu mínu vegna þess og svo er ég með greinarstúfa í smíðum um veiðiaðferðir sem eru kannski ekki mjög þekktar á Íslandi. Gleðilegt nýtt veiðiár og sjáumst á bakkanum í sumar!
Kveðja
Siggi Kr.

Read Full Post »

true storyÆtlaði að taka góðan könnunarleiðangur á Hólmsána í kvöld en var rétt byrjaður að veiða fyrsta hylinn þegar mér tókst að detta í einhvern bévítans læk sem rennur í ána og rennbleyta mig 🙂 Reyndi nú samt slatta af flugum til viðbótar áður en ég gafst upp og dreif mig heim með fötin í þurrkarann. Sá samt fiska í ánni og það er þó eitthvað.

Read Full Post »

Já þetta er fáránlegur póstur sem ég ætlaði að gera á veidi.is en kann ekki að setja in myndir þar 🙂 En mig vantar semsagt svona box eins og er á myndinni. Það er með milliblaði (semsagt 4 spjöld til að setja flugur í) og það er mjög mikilvægt að frauðið sé ekki heilt heldur komi svona skarð á milli raða. Ég keypti þetta box á sínum tíma af náunga sem var að selja þetta á veidi.is og nú vantar mig fleiri sömu gerðar eða svipuð. Það er c.a. 13 x 9 cm. Boxið er ekki merkt neinum framleiðanda.

Boxid

Read Full Post »

vv2012-002Óska öllum sem litu við hjá mér á síðasta ári farsældar á komandi veiðiári. Og nýársheitið mitt sem veiðibloggara er að blogga meira um veiði en á síðasta ári.

Með bestu kveðjum
Siggi Kr.

Read Full Post »

Makríll!

Jæja ég skrapp í gærkveldi niður á Reykjavíkurhöfn til að athuga hvort eitthvað væri af þessum margrómaða makríl að fá þar. Tók með mér gamla flugustöng og línu #8 en þegar ég leit út og sá að það var talsverður vindur ákvað ég að taka strandveiðistöngina með. Sem betur fer því að þegar niður á höfn var komið var bara komið hífandi rok og ógerningur að hafa nokkra stjórn á fluguköstum.
 Ég setti því saman stóru (meira…)

Read Full Post »

Pund fyrir pund

Ég var að rifja upp atvik sem kom fyrir í Veiðivötnum í fyrra. Þannig er að vigtirnar við aðgerðaborðið mæla samkvæmt SI kerfinu, þ.e. mæla í kílóum og grömmum. Ég hafði krækt mér í stóran urriða um daginn og þegar ég hengdi hann á vigtina vo hann 3.2 kg. Skráning á þyngd fiska á veiðiskýrslunni er hinsvegar í pundum. Þannig að ég snaraði þessu  yfir á pundatölu og kom út með að þessi fiskur væri 7 pund. Um kvöldið vorum við síðan að ræða þetta og voru nú ekki allir sammála um að þetta væru 7 pund. Vildu margir meina að þessi fiskur væri ekki nema 6,5 pund og studdust við það að pundið væri 0.5 kg en ekki 0.45 eins og það í raun er og ég reikna alltaf með.

 Og þó það skipti mig litlu máli hvort áðurnefndur urriði væri 6.5 eða 7 pund þá fór ég að spá í því að það eru menn sem stunda laxveiði og eru að berjast við að brjóta „20 punda múrinn“. Og þá skiptir máli hvort pundið er 0.5 eða 0.45 kg. Það er nefnilega þannig að sá sem notar „íslenska veiðipundið“ þarf 10 kílóa fisk til að komast í klúbbinn en sá sem notar „ekta“ pund þarf ekki nema 9 kg fisk.

Spurning um að nota bara málbandið á fiskinn frekar…..

Read Full Post »