Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Skotveiði’ Category

Fallegt veður á Skáldabúðaheiði

Jæja. Þá er rjúpnaveiðitímabilið hafið og ég að stíga mín fyrstu skref í skotveiðinni. Maður hefur svosem reynt að ganga til rjúpna áður en oftast ekki haft erindi sem erfiði en nú átti að vera vel undirbúinn og fórum við tveir félagarnir helgina fyrir opnun í könnunarleiðangur til að athuga hvort við sæum eitthvað af fugli. Við fórum upp úr Þjórsárdalnum og uppá það sem heitir Skáldabúðaheiði. Veðrið var frábært, sól og svolítið frost en engar sáum við rjúpurnar enda jörð alveg auð. Þetta var samt

Vaðið

smá próf á bílinn líka sem fékk að prufa að keyra yfir hálf-frosið vað. En eins og ég sagði þá fór lítið fyrir rjúpunum og því ákváðum við að fara ekki þangað fyrstu helgina.

Þá var farið að vinna í því að finna svæði til að veiða á í opnun og fengum við inni á jörð á vesturlandi og þangað héldum við föstudaginn 26. Þar þurftum við að byrja á því að klöngrast upp bratta hlíð og þaðan inn klettótt gil til að komast upp á heiði. Manni finnst búnaður til rjúpnaveiða kannski ekki vera neitt hrikalega þungur í (meira…)

Read Full Post »