Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Arnarvatnsheiði’

Með flottan urriða úr Austurá

Með flottan urriða úr Austurá

Um síðustu helgi var vegurinn á Arnarvatnsheiðina úr Miðfirði opnaður. Ég hafði aldrei komið á heiðina áður en lengi langað að prófa þannig að mér fannst tilvalið að láta slag standa og vera með fyrstu veiðimönnum á heiðina þetta sumarið. Við fórum tveir saman úr Reykjavík á laugardagsmorgni og vorum komnir uppeftir um eittleytið. Þá tók við að koma sér fyrir í kofa og græja veiðidótið. Þetta svæði sem við vorum á er það sem gjarnan er nefnt Arnarvatnheiði norðanmegin og fellur undir Veiðifélag Arnarvatnheiðar og Tvídægru. Helstu vötn á svæðinu eru Arnarvatn Stóra, Réttarvatn, Austur- og Vestur Grandalón og nokkur fleiri. Af ám á svæðinu er helst að nefna Austurá, Skammá og Geiraldslæk. Fyrir utan fyrrnefnda veiðistaði er fullt af allskonar lækjum og tjörnum á svæðinu sem halda fiski. Ekki var bílfært inn að Skammá og Réttarvatni þegar við vorum á svæðinu vegna bleytu. (meira…)

Read Full Post »