Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Copper John’

Kibbi Glókollur #12

Kibbi Glókollur #12

Skellti mér í Kjósina í dag milli kl 2 og 6. Byrjaði við Flekkudalsárós og varð fljótt var við fisk. Náði að setja í þrjá þar á Copper John #14 og af þeim fengu tveir frelsið aftur sökum smæðar. Þar gerðist líka það furðulega atvik að ég setti í fýl. Á flugi. Það var töluverð gola og fýlarnir voru að sveima allt í kringum mig þarna og einn þeirra var að taka dýfu fyrir framan mig þegar ég var að leggja fluguna á vatnið og tókst að festa sig með tilheyrandi brotlendingu í vatnið. Það var þá lítið annað fyrir mig að gera en að draga hann inn og klippa tauminn eins nærri honum og ég þorði svo að ég fengi ekki æluna úr honum yfir mig. Hann flaug á brott með sært egó og ég vona að honum heilsist sem allra best bara. Seinna færði ég mig út að Hljóðasteinum og náði tveimur urriðum í viðbót þar en aðeins annar þeirra var nógu stór fyrir silungapokann svo að hinn fékk frelsi. Ég fékk mikið af tökum yfir daginn, mest á Copper John og Kibba með orange kúlu en líka á Krókinn og svartan Nobbler. Fiskarnir sem ég hirti voru 36 og 39 cm og voru nokkuð skemmtilegir á stöng #4. Og ég er eiginlega á því að sú stangarstærð sé bara nokkuð passleg í þetta vatn þar sem þarf í raun ekki að þenja köstin neitt langt út, fiskurinn í smærra lagi og aðgengið er þannig að maður getur oftast verið með hagstæða vindátt.

Read Full Post »

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og vtörtum vír

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og svörtum vír #14

Koparvír í öllum regnbogans litum er vinsælt búkefni. Flugur eins og Brassie, Copper John og Engjaflugan eru t.d. með búk úr koparvír. Hann er einnig mikið notaður sem rib í allskonar flugur eða sem undirbúkur til að þyngja fluguna. Og Frank Sawyer notaði koparvír í stað tvinna til að hnýta nokkrar af sínum flugum, þar á meðal hina heimsfrægu Pheasant tail. En ég ætla að benda á trikk sem ég lærði af myndbandi með Davie nokkrum McPhail þar sem hann hnýtir tvo liti af vír saman í vírbúk til að fá mjög flotta áferð. Hann notar tvo víra af sömu stærð í myndbandinu og búkurinn verður sléttur en ég hef líka prófað að hafa vírana misþykka til að fá smá skiptingu í búkinn. Bæði flott að mínu mati. Ég læt fylgja mynd af flugu með misstórum vírum svo og myndbandið með meistara McPhail. Njótið…

Read Full Post »