Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘fluguhnýtingar’

ASB

Anti-static bag

Anti-static bag

ASB er skammstöfun á anti-static bag. Það eru pokarnir sem notaðir eru utan um ýmsa rafmagnshluti sem eru viðkvæmir fyrir stöðurafmagni t.d. íhluti í tölvur og fleira. Þessir pokar eru líka prýðilegt hnýtingaefni og gefa skemmtilegt útlit sem búkefni í púpur. Reyndar eru þeir mis-þykkir og ekki sami litur á þeim öllum þannig að það verður hver að finna út hvað honum líkar best í þessu. Svo getur verið vandasamt verk að skera þá niður í passlega mjóar ræmur (ég nota reglustiku og skurðlæknablað). Verst að mér hefur ekki tekist með mínum takmörkuðu ljósmyndagræjum og hæfileikum að ná almennilega á filmu hvernig þetta efni kemur út en hér eru nokkrar flugur sem ég var að dunda mér við að hnýta úr þessu:

 

 

Read Full Post »

Þar sem jólin nálgast nú óðfluga og ég var í sérstaklega miklu jólaskapi í kvöld ákvað ég að henda í nokkra buzzera með svolitlu jólaþema. Ætli það væri ekki best að veiða þessa saman á línu – svona eins og jólaseríu 🙂

Read Full Post »

Svört Snappy Poodle

Svört Snappy Poodle

Í mynd sinni um straumflugveiðar notar Oliver Edwards nokkrar tegundir flugna til að ginna fiskana til töku. Ég hef aðeins rætt um eina þeirra, Big Eyed Bugger hérna áður og nú langar mig að spjalla aðeins um fluguna Snappy Poodle sem kemur líka fyrir í myndinni. Snappy Poodle er fluga að mínu skapi því að í henni er marabou, hellingur af marabou! Svo er hún líka framþung og með augu. Hvernig getur þetta klikkað spyr maður bara. Ég var í bölvuðum vandræðum með að finna rétta efnið í búkinn á henni en hann er döbbaður úr löngum gerfiþráðum og svo tættur út og greiddur aftur. Ég fann ágætis efni í hann á Flybox sem heitir Fly-brite og pantaði það. Ég nota Fish-Skull í hausinn í stað haussins sem Edwards notar en finnst það ekki koma að sök. Og svo er hellingur af marabou. Þetta er semsagt svolítið efnisfrek fluga og því ekki úr vegi að lakka vel og gera hana extra sterka. Rauði punkturinn á hálsinum er svo bara tússaður á döbbið í lokin. Það má auðvitað gera hana í fleiri litum en svarta og ég held að ólífugræn og hvít væru ekki svo vitlausar. Hún mun allavega fara í boxið mitt í nokkrum litum. Fluguna á myndinni hnýtti ég á streameröngul #6 en ég held að flugan komi betur út á #4 eða jafnvel #2.

Read Full Post »

SkulliJæja, þá er komið að því að fara að halda áfram að skrifa eitthvað hérna eftir töluvert hlé. Það hefur lítið verið að gerast í veiðiferðum og hnýtingum hjá mér síðan í lok júlí vegna þess að þá tók ég uppá því að eignast frumburðinn og hef komist að því að það getur verið svolítið tímafrekt viðfangsefni :).  En maður hefur fundið smá tíma hér og þar til að sinna hobbíinu. Eitt af því sem ég gerði var (meira…)

Read Full Post »

Super Tinsel

Super Tinsel

Ég verð að segja að mér brá pínulítið í brún þegar ég barði þessa flugu augum í fyrsta sinn og mér varð að orði að þetta væri ekkert nema létt útgáfa að silfruðum Toby. Sem er að vissu leyti rétt ef horft er til litana í henni. En því er ekki að neita að Super tinsel er firnasterk fluga og sérstaklega í urriðan að vori. Hún er venjulega ekki hnýtt þyngd sem býður upp á að nota hana á því dýpi sem hentar hverju sinni og hún er létt í kasti. Í útgáfurnar sem ég hnýti nota ég silfurlitað döbbefni í væng sem ég greiði svo aftur með bursta. Búkurinn er úr silfur tinseli og skeggið úr rauðu Senyo´s laser dub (rautt dub með glitþráðum í). Svo er hefðbundnari útgáfan með haus úr svörtu döbbi en hin útgáfan mín með svörtum marabou undirvæng í staðinn. Flugan er einföld og fljótleg í hnýtingu og allir ættu að eiga nokkrar svona í boxinu.

Super Tinsel með marabou undirvæng

Super Tinsel með marabou undirvæng

 

Read Full Post »

Þráðlaus Bözzer

bozzer_web2Manni finnst það ekki alveg hljóma rétt að þessi fluga hafi verið „hnýtt“ enda kom hvergi nálægt henni þráður né hnútur. Það sem ég nota í þessa er eftirfarandi: Svartur vír, Zap-a-gap lím, UV lakk og tilheyrandi ljós, rauður og svartur túss og að lokum Hard-as-nails naglaherðir. Mér finnst rauði tússinn koma sérstaklega vel út í flugunni og á klárlega eftir að fara og ná mér í fleiri liti til að prufa í svipuðum flugum. Nauðsynlegt er að lakka að lokum yfir UV lakkið því það verður alltaf smá klístruð húð á því eftir herðingu. Gott er að nota til þess þunnt flugulakk eða efnið sem ég nota, Hard-as-nails en það fæst í Hagkaupi

Read Full Post »

Orange Big eyed bugger

Orange Big eyed bugger

Oliver Edwards er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég var að horfa á myndina hans um straumfluguveiðar um daginn þar sem hann notaði stóreygða útgáfu af Wooly bugger. Ég las mér aðeins til um þetta og upp úr krafsinu kom sú kenning að ránfiskar eru mjög uppteknir af augum bráðarinnar og þau geti verið kveikjan að árás á bráðina. Og því sé tilvalið að ýkja augun duglega til að ná fram þessu viðbragði. Big-eyed bugger eins og ég hnýtti hann er í raun bara nobbler með stórum augum og epoxy haus. Ennfremur þyngdi ég flugurnar að framan með tungsten mottu frá Veniard til að fá fram hreyfinguna sem framþungar flugur eins og nobblerinn hafa. Ég hef mikla trú á þessum flugum (var að hnýta þær, hef ekki prufað þær enn) sem og annari flugu sem O.E. notar í sömu mynd og ég mun taka fyrir mjög bráðlega.

Fleiri litir

Fleiri litir

Read Full Post »

Ég kynntist fish-skull frá Flymen Fishing Company síðasta vetur og verð að segja að ég kolféll fyrir fyrir þessu dóti enda ekki annað hægt þegar maður er forfallinn strímerkall. Fish-skull fæst í nokkrum litum og er mjög einfalt í hnýtingu. Mér finnst það virka sérstaklega skemmtilega með flugum úr kanínuskinni, hvort sem það er í Zonker stílnum eða með hringvöfðu skinni. Hér eru þrjár mjög einfaldar með hringvöfðu skinni. Vígalegt…

Read Full Post »

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og vtörtum vír

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og svörtum vír #14

Koparvír í öllum regnbogans litum er vinsælt búkefni. Flugur eins og Brassie, Copper John og Engjaflugan eru t.d. með búk úr koparvír. Hann er einnig mikið notaður sem rib í allskonar flugur eða sem undirbúkur til að þyngja fluguna. Og Frank Sawyer notaði koparvír í stað tvinna til að hnýta nokkrar af sínum flugum, þar á meðal hina heimsfrægu Pheasant tail. En ég ætla að benda á trikk sem ég lærði af myndbandi með Davie nokkrum McPhail þar sem hann hnýtir tvo liti af vír saman í vírbúk til að fá mjög flotta áferð. Hann notar tvo víra af sömu stærð í myndbandinu og búkurinn verður sléttur en ég hef líka prófað að hafa vírana misþykka til að fá smá skiptingu í búkinn. Bæði flott að mínu mati. Ég læt fylgja mynd af flugu með misstórum vírum svo og myndbandið með meistara McPhail. Njótið…

Read Full Post »

Nýtt í boxið #4

Skulli Ég er mikill aðdáandi strímera og því ekki vanur að hnýta flugur í smáum stærðum. En æfingin skapar meistarann og mér sýnist maður vera kominn upp á lagið með að hnýta #16. Ætli ég láti minni flugur en það ekki eiga sig í bili og hafi 18 og 20 bara á dagskrá næsta vetur. Hér koma tvær flugur sem ég ætla að reyna í sumar og grunar að þær eigi eftir að koma við sögu í upphafi vertíðar þegar ég fer að lemja Vífilsstaðavatn. Önnur er mýflugulirfa/púpa sem hefur verið að gera það gott vestanhafs en hin á sér óhefðbundnari sögu. (meira…)

Read Full Post »

Older Posts »