Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘fluguhnýtingar’

SkulliJæja hér koma tvær í viðbót sem eru nýjar hjá mér í ár. Þegar ég fer í það að hnýta mér eitthvað nýtt þá hnýti ég alltaf allavega tvær stærðir og tvær flugur af hverri stærð því það er fátt meira svekkjandi en að vera búinn að finna fluguna sem fiskurinn vill taka og tapa svo eina eintakinu sem var til í boxinu.  Þessar flugur sem ég sýni hér eru báðar byggðar á einhverju leyti á flugum sem ég fann á netinu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliHér koma tvær sem eru í raun bara kúlu-tvist á vel þekktar flugur. Að nota svokallaðan hot-spot á flugu telja margir að geti gert gæfumuninn þegar fiskurinn er ekki alveg til í „venjulegu“ útgáfuna og ég er hérna með tvær þar sem ég valdi að nota kúluhausinn sjálfann sem hot-spot. (meira…)

Read Full Post »

SkulliNú nálgast vertíðin óðum og ég er búinn að vera í óða önn að fylla á fluguboxin. Ég reyni að byrja á því að fylla í götin sem mynduðust í fyrra í boxunum en þegar það er komið þá fer maður að bæta einhverju nýju og óreyndu við gömlu reynsluboltana. Svo verður maður líka pínu þreyttur á því að hnýta Krókinn eftir fyrstu 20 flugurnar eða svo (spurning um að fara að nota aðrar flugur meira?).  Þegar ég fer að hnýta eitthvað nýtt þá fæ ég hugmyndir úr öllum áttum. Flugurnar koma af netinu og úr bókum. Sumar hefur maður séð á barnum í einhverri veiðibúð eða fengið leynivopnsuppskrift hjá félaga. Og stundum (meira…)

Read Full Post »

skipti2013Jæja! Þá er fyrstu (og mögulega einu) fluguskiptum ársins fer senn að ljúka. Allar flugur komnar í hús og búið að flokka og skipta niður. Verð að segja að pakkinn er all-vígalegur í þetta skiptið enda var þemað streamerar. Vil þakka eftirfarandi notendum www.veidi.is fyrir þáttökuna:
Dozo sem hnýtti Þingeying
loga sem hnýtti svartan Nobbler
BinnZ sem hnýtti Black Ghost
thorsteinn95 sem hnýtti rauðan Nobbler
aa65 sem hnýtti Stebbab
Og sjálfur hnýtti ég svartan maraboustreamer á tvíkrækju og laumaði svo með eintaki af blendingnum.

Hægt er að skoða skiptabox með því að smella á myndina.

 

Read Full Post »

SkulliÞá eru hnýtingar vetrarins hafnar og fluguhnýtingum fylgir alls konar rusl. Tvinnaspottar, fjaðurstafir, aflkippur af hárum og svo mætti lengi telja. Mest af þessu er fislétt efni sem berst auðveldlega um alla íbúð ef maður passar sig ekki. Fluguhnýtarar leysa þetta mál á ýmsan hátt en ég vil benda á aðferðina sem ég nota til að halda utan um ruslið sem kemur af hnýtingunum. Og það er einfaldlega tissjú. Ég set eitt blað af tissjúi á hnýtingaborðið og á það legg ég allt ruslið. Tissjúið er þeim eiginleika gætt að mest af þessu létta efni sem við erum að nota loðir vel við það og fer ekki mikið á flakk. Svo þegar hnýtingum er lokið í það skiptið er lítið mál að pakka þessu saman og henda í ruslakörfuna.

Tissjú á hnýtingaborðinu

Tissjú á hnýtingaborðinu

Read Full Post »

SkulliMuddler Minnow er klassísk fluga sem getur verið firnasterk í urriða. Var rétt í þessu að skoða myndband þar sem þessi flotta fluga er hnýtt af meistara Tim Flagler hjá Tightline Productions. Í þessu myndbandi er hægt að sjá fluguhnýtingatækni sem mun nýtast við gerð ýmissa flugna, ekki bara Muddler Minnow. Góða skemmtun.

Read Full Post »

Það verður að segjast að veiðiferðirnar hafa verið töluvert færri hjá mér í sumar en ég ætlaði. En nú horfir loks til betri vegar og framundan eru tvær ferðir í Veiðivötn og á milli þeirra verður farið á annaðhvort Arnarvatnsheiði eða í Framvötnin.
En nóg um það. Mig langar til að ræða um flugu og (meira…)

Read Full Post »

Ég hef tekið það fram áður að eitt af mínum uppáhaldsefnum í fluguhnýtingum er marabou enda eru margar veiðnustu silungaflugur allra tíma hnýttar úr því efni. Ein aðferð við að hnýta úr marabou sem ég hef ekki séð mikið notaða hér á landi er að hringvefja það um öngulinn. Þessi aðferð er mikið notuð í BNA við að búa til flugur fyrir Steelhead, sem er sjógenginn regnbogasilungur og eru þær flugur gjarnan stórar og mjög skrautlegar. En þessi aðferð er eitthvað að ryðja sér til rúms hérna líka og (meira…)

Read Full Post »

BG&Nobbler blendingurinn

Nokkrir aðilar hafa haft samband við mig og spurt hvort ég selji flugur. Ég geri það alla jafna ekki en ef menn/konur hafa áhuga á að fá eitthvað af flugunum sem ég hef verið að sýna hérna á blogginu er það alveg möguleiki. Ég ligg samt ekki með stóran lager af neinum af þessum flugum þannig að það getur tekið nokkra daga að græja þær. Það má hafa samband við mig á póstfangið sigkris(hjá)internet.is til skrafs og ráðagerða.

Read Full Post »

Rauður Maraboumaðkur

Ef ég á mér eitthvað „uppáhalds“ fluguhnýtingaefni þá er það marabou. Það er til í svo mörgum litum og er hægt að nota á marga vegu í hnýtingunum. Maraboumaðkurinn er fluga þar sem ég nota marabou sem bæði skott og búkefni. Þetta er gríðarlega einföld fluga sem tekur enga stund að hnýta og það eru aðeins þrjú efni í henni: Marabou, koparvír og tvinni í sama lit og (meira…)

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »