Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘fluguhnýtingar’

Jæja við tókum okkur saman nokkrir  á www.veidi.is og framkvæmdum fluguskipti. Hver okkar hnýtti þrjár flugur í tveimur stærðum handa hverjum þáttakanda. Nú þegar framlag allra hefur skilað sér í hús er ég búinn að skipta þessu niður og senda þáttakendum sinn skammt. Þá vil ég þakka þeim Dozo, thorsteinn95 og EinarGuð fyrir þáttökuna. Þetta eru undantekningarlaust mjög flottar og veiðilegar flugur. Langar að benda á til gamans að efnið sem ég notaði í Héraeyrað varð til þegar ég var að að skrifa færsluna Helltu uppá… Flugu? Smellið á myndina til að sjá hvernig fluguboxin litu út sem fóru frá mér í morgun.  

Read Full Post »

Fáar flugur finnast mér eins fallegar og vel hnýttur Black Ghost orginal með fjaðravæng og ég hnýti hann gjarnan þannig. En stundum langar mig að taka flugur sem hafa sannað sig sem góðar og veiðnar flugur og setja þær í nýjan búning. Þetta hafa fleiri gert, til dæmis hef ég sé Black Zulu hnýtta eins og Nobbler/Wooly bugger og Bleik&Blá mun vera nokkuð skæð þegar hún er hnýtt sem púpa og (meira…)

Read Full Post »

Blóðormurinn er lirfa mýflugu. Lirfa þessi lifir í vatni og er mikilvæg fæða fyrir silung. Það eru til margar eftirlíkingar af henni og flestar mjög auðveldar að hnýta. Á myndinni til hægri eru sex mismunandi útgáfur sem ég er með í boxunum hjá mér. Vinstra megin er efsti ormurinn úr latexi, mið-ormurinn líka úr latexi með marabou skotti og kúluhaus (minn uppáhalds) og sá neðsti gerður úr rauðum hnýtingaþræði með kopar ribbi og smá glimmeri fremst. Hægra megin eru allir ormar úr rauðu vinyl d-ribbi, efsti hnýttur á langan streamer öngul með kúlu, miðjan á grubber öngul með kúlu og sá neðsti á sedge öngul. Þessa flugu hnýti ég alveg frá stærð 8 upp í stærð 16 og hef fengið fisk á allar stærðir.

Read Full Post »

Tvískinnungur er mín þýðing á nafni flugunnar Double standard. Þetta er púpa sem er sett saman út tveimur þekktustu (og bestu) silungapúpum í heimi: Pheasant tail og Héraeyranu. Ég hnýti þessa bæði með og án kúluhauss og ef ég er með kúluna þá nota ég gjarnan 2x langa öngla t.d. Kamazan B830. Flugan á myndinni er hnýtt á Kamazan B830 #12 með koparkúlu.

Krókur: Votfluguöngull, standard eða 2x langur #10,#12,#14,#16.
Kúla: kopar
Tvinni: dökkbrúnn 8/0
Undirbúkur: koparvír
Skott, afturbúkur og bak : fanir úr fashanaskotti (pheasant tail)
Vöf: koparvír
Frambúkur:  héradöbb

Read Full Post »

Þið sem hnýtið kannist við þetta leiðinlega þykkildi sem vill koma aftast á búkinn þar sem maður bindur niður búkefnið. Þetta er sérstaklega pirrandi á flugum sem eru með grannan búk þar sem svotil hver einasti vafningur af þræði er sýnilegur gegnum búkefnið. Ég ætla að sýna ykkur hérna hvernig ég geri jafnan búk á straumflugur sem eru skottlausar (t.d. Mickey Finn).

(meira…)

Read Full Post »

« Newer Posts