Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘flugur’

ASB

Anti-static bag

Anti-static bag

ASB er skammstöfun á anti-static bag. Það eru pokarnir sem notaðir eru utan um ýmsa rafmagnshluti sem eru viðkvæmir fyrir stöðurafmagni t.d. íhluti í tölvur og fleira. Þessir pokar eru líka prýðilegt hnýtingaefni og gefa skemmtilegt útlit sem búkefni í púpur. Reyndar eru þeir mis-þykkir og ekki sami litur á þeim öllum þannig að það verður hver að finna út hvað honum líkar best í þessu. Svo getur verið vandasamt verk að skera þá niður í passlega mjóar ræmur (ég nota reglustiku og skurðlæknablað). Verst að mér hefur ekki tekist með mínum takmörkuðu ljósmyndagræjum og hæfileikum að ná almennilega á filmu hvernig þetta efni kemur út en hér eru nokkrar flugur sem ég var að dunda mér við að hnýta úr þessu:

 

 

Read Full Post »

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og vtörtum vír

Einfaldur svartur Copper John m/rauðum og svörtum vír #14

Koparvír í öllum regnbogans litum er vinsælt búkefni. Flugur eins og Brassie, Copper John og Engjaflugan eru t.d. með búk úr koparvír. Hann er einnig mikið notaður sem rib í allskonar flugur eða sem undirbúkur til að þyngja fluguna. Og Frank Sawyer notaði koparvír í stað tvinna til að hnýta nokkrar af sínum flugum, þar á meðal hina heimsfrægu Pheasant tail. En ég ætla að benda á trikk sem ég lærði af myndbandi með Davie nokkrum McPhail þar sem hann hnýtir tvo liti af vír saman í vírbúk til að fá mjög flotta áferð. Hann notar tvo víra af sömu stærð í myndbandinu og búkurinn verður sléttur en ég hef líka prófað að hafa vírana misþykka til að fá smá skiptingu í búkinn. Bæði flott að mínu mati. Ég læt fylgja mynd af flugu með misstórum vírum svo og myndbandið með meistara McPhail. Njótið…

Read Full Post »

Nýtt í boxið #4

Skulli Ég er mikill aðdáandi strímera og því ekki vanur að hnýta flugur í smáum stærðum. En æfingin skapar meistarann og mér sýnist maður vera kominn upp á lagið með að hnýta #16. Ætli ég láti minni flugur en það ekki eiga sig í bili og hafi 18 og 20 bara á dagskrá næsta vetur. Hér koma tvær flugur sem ég ætla að reyna í sumar og grunar að þær eigi eftir að koma við sögu í upphafi vertíðar þegar ég fer að lemja Vífilsstaðavatn. Önnur er mýflugulirfa/púpa sem hefur verið að gera það gott vestanhafs en hin á sér óhefðbundnari sögu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliJæja hér koma tvær í viðbót sem eru nýjar hjá mér í ár. Þegar ég fer í það að hnýta mér eitthvað nýtt þá hnýti ég alltaf allavega tvær stærðir og tvær flugur af hverri stærð því það er fátt meira svekkjandi en að vera búinn að finna fluguna sem fiskurinn vill taka og tapa svo eina eintakinu sem var til í boxinu.  Þessar flugur sem ég sýni hér eru báðar byggðar á einhverju leyti á flugum sem ég fann á netinu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliHér koma tvær sem eru í raun bara kúlu-tvist á vel þekktar flugur. Að nota svokallaðan hot-spot á flugu telja margir að geti gert gæfumuninn þegar fiskurinn er ekki alveg til í „venjulegu“ útgáfuna og ég er hérna með tvær þar sem ég valdi að nota kúluhausinn sjálfann sem hot-spot. (meira…)

Read Full Post »

SkulliNú nálgast vertíðin óðum og ég er búinn að vera í óða önn að fylla á fluguboxin. Ég reyni að byrja á því að fylla í götin sem mynduðust í fyrra í boxunum en þegar það er komið þá fer maður að bæta einhverju nýju og óreyndu við gömlu reynsluboltana. Svo verður maður líka pínu þreyttur á því að hnýta Krókinn eftir fyrstu 20 flugurnar eða svo (spurning um að fara að nota aðrar flugur meira?).  Þegar ég fer að hnýta eitthvað nýtt þá fæ ég hugmyndir úr öllum áttum. Flugurnar koma af netinu og úr bókum. Sumar hefur maður séð á barnum í einhverri veiðibúð eða fengið leynivopnsuppskrift hjá félaga. Og stundum (meira…)

Read Full Post »

SkulliMuddler Minnow er klassísk fluga sem getur verið firnasterk í urriða. Var rétt í þessu að skoða myndband þar sem þessi flotta fluga er hnýtt af meistara Tim Flagler hjá Tightline Productions. Í þessu myndbandi er hægt að sjá fluguhnýtingatækni sem mun nýtast við gerð ýmissa flugna, ekki bara Muddler Minnow. Góða skemmtun.

Read Full Post »

Það verður að segjast að veiðiferðirnar hafa verið töluvert færri hjá mér í sumar en ég ætlaði. En nú horfir loks til betri vegar og framundan eru tvær ferðir í Veiðivötn og á milli þeirra verður farið á annaðhvort Arnarvatnsheiði eða í Framvötnin.
En nóg um það. Mig langar til að ræða um flugu og (meira…)

Read Full Post »

Ég hef tekið það fram áður að eitt af mínum uppáhaldsefnum í fluguhnýtingum er marabou enda eru margar veiðnustu silungaflugur allra tíma hnýttar úr því efni. Ein aðferð við að hnýta úr marabou sem ég hef ekki séð mikið notaða hér á landi er að hringvefja það um öngulinn. Þessi aðferð er mikið notuð í BNA við að búa til flugur fyrir Steelhead, sem er sjógenginn regnbogasilungur og eru þær flugur gjarnan stórar og mjög skrautlegar. En þessi aðferð er eitthvað að ryðja sér til rúms hérna líka og (meira…)

Read Full Post »

BG&Nobbler blendingurinn

Nokkrir aðilar hafa haft samband við mig og spurt hvort ég selji flugur. Ég geri það alla jafna ekki en ef menn/konur hafa áhuga á að fá eitthvað af flugunum sem ég hef verið að sýna hérna á blogginu er það alveg möguleiki. Ég ligg samt ekki með stóran lager af neinum af þessum flugum þannig að það getur tekið nokkra daga að græja þær. Það má hafa samband við mig á póstfangið sigkris(hjá)internet.is til skrafs og ráðagerða.

Read Full Post »

Older Posts »