Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘fluguskipti’

skipti2013Jæja! Þá er fyrstu (og mögulega einu) fluguskiptum ársins fer senn að ljúka. Allar flugur komnar í hús og búið að flokka og skipta niður. Verð að segja að pakkinn er all-vígalegur í þetta skiptið enda var þemað streamerar. Vil þakka eftirfarandi notendum www.veidi.is fyrir þáttökuna:
Dozo sem hnýtti Þingeying
loga sem hnýtti svartan Nobbler
BinnZ sem hnýtti Black Ghost
thorsteinn95 sem hnýtti rauðan Nobbler
aa65 sem hnýtti Stebbab
Og sjálfur hnýtti ég svartan maraboustreamer á tvíkrækju og laumaði svo með eintaki af blendingnum.

Hægt er að skoða skiptabox með því að smella á myndina.

 

Read Full Post »

Jæja við tókum okkur saman nokkrir  á www.veidi.is og framkvæmdum fluguskipti. Hver okkar hnýtti þrjár flugur í tveimur stærðum handa hverjum þáttakanda. Nú þegar framlag allra hefur skilað sér í hús er ég búinn að skipta þessu niður og senda þáttakendum sinn skammt. Þá vil ég þakka þeim Dozo, thorsteinn95 og EinarGuð fyrir þáttökuna. Þetta eru undantekningarlaust mjög flottar og veiðilegar flugur. Langar að benda á til gamans að efnið sem ég notaði í Héraeyrað varð til þegar ég var að að skrifa færsluna Helltu uppá… Flugu? Smellið á myndina til að sjá hvernig fluguboxin litu út sem fóru frá mér í morgun.  

Read Full Post »