Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘fluguveiði’

Síðasta færslan hjá mér var 30. mars svo að það má segja að ég skuldi svolítið. Veiðin hófst hjá mér í apríl og ég fór við annan mann (VeiðiEið sjálfan) í Hólaá sem rennur á milli Laugarvatn og Apavatns. Við hrepptum allar tegundir af veðri og einnig nokkra urriða. Þessi ferð var nokkru betri en vorferðin mín í Hólaá í fyrra því við fengum fiska á fleiri stöðum og það má líklega segja að stór hluti árinnar sé mjög veiðilegur. Einnig er gaman að segja frá því að ný fluga frá mér gerði góða hluti þarna og gaf Eiður henni nafnið Rimmugýgur (beygist eins og Hildur). Hér er smá myndband frá túrnum:

Næsti túr var 4. maí í Grímsá til þess að veiða sjóbirting. Við fórum tveir saman og hvorugur komið þarna áður. Við komum við í íburðarlitlu (NOT!) veiðihúsinu og kíktum í bókina eins og veiðimanna er siður og sáum hvaða staðir (meira…)

Read Full Post »

Frost á fróni

Frost á fróni

Einn af fylgifiskum þess að veiða á Íslandi á vorin og haustin (reyndar stundum líka á sumrin) er að það getur frosið vatn í lykkjunum á stönginni. Þetta gerir veiðimönnum erfitt fyrir og getur á tíðum orðið leiðigjarnt. Ég hef heyrt ýmis ráð við þessu, t.d. að nota WD-40 á lykkjurnar. Nú eða bóna þær með bílabóni. Ég er nú ekki sérstaklega hrifinn af því að vera að sletta einhverjum svona iðnaðarefnum á græjurnar mínar og hef jafnvel heyrt að sterk efni eins og WD-40 geti skemmt línur (sel það þó ekki dýrara en ég keypti). Sumir hafa líka notað varasalva til að bera á lykkjurnar með ágætis árangri. En eitt ráð hef ég heyrt sem mér

Gott í fleira en matinn

Gott í fleira en matinn

hugnast öðrum fremur og það er að nota matreiðsluspreyið PAM á lykkjurnar til að hrinda frá vatninu. Þá er bara spreyjað á lykkjurnar, ekki borið á með tusku og og PAM-ið sér um að halda vatninu úr lykkjunum auk þess að skemma ekki húðina á línum. Svo er náttúrulega hægt að nota það líka til að steikja aflann að loknni veiðiferð. Nú og svo eru til efni sem koma frá veiðigræjuframleiðendum sem eru marðkaðsett í einmitt þessum tilgangi, t.d. Stanley´s ice off paste frá Loon en ég fæ meira kikk út úr því að nota svona heimilis „remedíur“ 🙂

Read Full Post »

SkulliMig langar að fjalla svolítið um hinar svokölluðu „Evrópsku veiðiaðferðir“ . Þær eru kenndar við Tékkland, Pólland, Frakkland og Spán. Þessar aðferðir hafa að mínu viti lítið verið stundaðar við silungsveiðar hér á landi en full ástæða er að telja að þær virki alveg jafn vel hér og annarstaðar í heiminun. Aðferðirnar eru keimlíkar en henta misvel við mismunandi aðstæður. Þær krefjast þess að veiðimaður fari varlega þar sem hann þarf að vera í töluverðu návígi við bráðina og að fluguveiðibúnaðinum sé beitt á allt öðruvísi hátt en vanalegt er. Ég hef aðeins prófað svona veiðiskap og komst að því að „veiðanlegum“ stöðum fjölgaði töluvert við það að hafa þessi trix í pokahorninu.

Tékkneska aðferðin (Czech nymphing)

Chironomid

Chironomid með tungsten kúlu – góð í tékknesku aðferðina

Tékkneska aðferðin við veiðar með púpum í straumvatni kom fram fyrir sjónir almennings um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þessi aðferð er þróuð úr frá pólsku aðferðinni og er mjög lík henni. Báðar byggja þær á að veitt er mjög nálægt stönginni, svo til undir stangartoppinum. Flugulínan sjálf rétt stendur út úr stangarendanum, um eitt fet eða svo og snertir aldrei vatnið. Veitt er með tveimur eða þremur púpum og eru þær mis þungar. Þessi aðferð hefur marg sannað sig sem ein sú veiðnasta sem til er til að veiða silung í straumvatni.

Búnaður:
Flugustöng í línuþyngdum 3 – 6 er ákjósanlegt tól í þessa veiðiaðferð og eru léttari stangir betri til að þreyta veiðimanninn ekki um of. Stöngin má helst ekki vera styttri en (meira…)

Read Full Post »

Samantekt 2013

SkulliJæja þá er komið nýtt ár og rétt að gera upp það gamla. Ég hef ekki veitt jafn lítið eins og sumarið 2013 síðan ég tók upp þráðinn aftur í veiðinni fyrir nokkrum árum síðan. Fiskarnir sem ég skráði á veidibok.is eru ekki nema 25 samtals en rétt er að taka fram að ekki rötuðu allir veiddir fiskar í bókina. Undanfarin ár hef ég farið í nokkra fasta túra sem ég varð að sleppa síðasta sumar vegna þess að ég var að bjóða frumburðinn velkominn í heiminn en þeir koma aftur inn í ár. En ég fór á nokkra nýja staði í sumar og langar aftur á þá alla utan einn (Gufuá í Borgarfirði er bara ekki að gera sig fyrir mig). Elliðavatn er sá staður sem ég sótti hvað fastast í sumar en ég hafði ekki veitt þar áður. Vatnið kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega hvað varðar stærðina á fiski en ég fékk mína stærstu fiska þar í sumar. Það voru nokkrir urriðar á bilinu 50 – 60 cm.  Einnig heimsótti ég Arnarvatnsheiðina (norðan megin) snemma sumars í fyrsta skipti og var mjög hrifinn af því veiðisvæði. Hólaá er líka staður sem ég hef hug á að gera að föstum pósti í vorveiðinni. Í lok sumars ákvað ég síðan að ganga til liðs við veiðifélagið Ármenn og er að skoða hvaða möguleika það býður manni upp á næsta sumar.  En nú er að ganga í garð tími fluguhnýtinga og ég vona að það lifni aðeins yfir blogginu mínu vegna þess og svo er ég með greinarstúfa í smíðum um veiðiaðferðir sem eru kannski ekki mjög þekktar á Íslandi. Gleðilegt nýtt veiðiár og sjáumst á bakkanum í sumar!
Kveðja
Siggi Kr.

Read Full Post »

Þar sem jólin nálgast nú óðfluga og ég var í sérstaklega miklu jólaskapi í kvöld ákvað ég að henda í nokkra buzzera með svolitlu jólaþema. Ætli það væri ekki best að veiða þessa saman á línu – svona eins og jólaseríu 🙂

Read Full Post »

Skelltum okkur félagarnir og skoðuðum Bugðu frá ósi upp að Olís í Norðlingaholti. Mikið af seiðum í ánni og sáum nokkra álitlega urriða i ánni líka. Fengum reyndar ekki neinn til að taka og fiskurinn gríðarlega styggur. Hef samt hug á að kíkja aftur seinna og reyna nokkra staði þarna og þá helst með þurrflugunni.

Read Full Post »

SkulliNú ætla ég að gerast svolítið dramatískur í frásögn. Stundum lendir maður í moki. Þá getur verið gaman en ég verð að segja að ég kann eiginlega betur að meta ferðir eins og þá sem ég fór á sunnudag upp í Elliðavatn en þar voru gæðin en ekki magnið i fyrirrúmi. Ég var mættur kl. 8 á bakkann og loksins var hlýr morgun í höfuðborginni. Ég sá fisk vera á hreyfingu, étandi eitthvað í yfirborðinu og smellti lítilli léttri púpu undir. Ekki vildi fiskurinn hana svo ég skipti. Og skipti aftur. Og aftur. Ég prófaði haug af þessum hefðbundnu „Elliðavatnspúpum“ og ekki högg. Veiddi bæði niðri við botn og uppi við yfirborð. Strippaði á hratt og hægt, með rykkjum og jöfnum drætti og ekkert! Færði mig um set og (meira…)

Read Full Post »

SkulliÞar sem staðan er sú þessa dagana að ég kemst ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu ákvað ég að reyna að herja svolítið á hið nýja veiðikortsvatn, Elliðavatn, núna í júlí. Ég er búinn að fara alloft en verð að segja að ég hef ekki uppskorið nein ósköp og núllað oftar en ekki. En ég er búinn að pæla svolítið í vatninu, veiðistöðunum og því hvenær og við hvaða aðstæður ég hef verið að fá tökur/fiska. Ég hef til að mynda ekki fengið fisk ef fiskur er ekki að sýna sig í yfirborðinu og þó hef ég mikið reynt. Í öllum þeim ferðum þar sem ég hef gert einhverja veiði er fiskur að éta í yfirborðinu og þá hef ég reynt að líkja eftir því sem hann er að éta. Ef fiskur er ekki að sýna sig eitthað hef ég ekki fengið eitt einasta högg.
Eða hvað? Tökurnar sem ég hef verið að fá (þegar fiskur er að sýna sig)  hafa (meira…)

Read Full Post »

Kibbi Glókollur #12

Kibbi Glókollur #12

Skellti mér í Kjósina í dag milli kl 2 og 6. Byrjaði við Flekkudalsárós og varð fljótt var við fisk. Náði að setja í þrjá þar á Copper John #14 og af þeim fengu tveir frelsið aftur sökum smæðar. Þar gerðist líka það furðulega atvik að ég setti í fýl. Á flugi. Það var töluverð gola og fýlarnir voru að sveima allt í kringum mig þarna og einn þeirra var að taka dýfu fyrir framan mig þegar ég var að leggja fluguna á vatnið og tókst að festa sig með tilheyrandi brotlendingu í vatnið. Það var þá lítið annað fyrir mig að gera en að draga hann inn og klippa tauminn eins nærri honum og ég þorði svo að ég fengi ekki æluna úr honum yfir mig. Hann flaug á brott með sært egó og ég vona að honum heilsist sem allra best bara. Seinna færði ég mig út að Hljóðasteinum og náði tveimur urriðum í viðbót þar en aðeins annar þeirra var nógu stór fyrir silungapokann svo að hinn fékk frelsi. Ég fékk mikið af tökum yfir daginn, mest á Copper John og Kibba með orange kúlu en líka á Krókinn og svartan Nobbler. Fiskarnir sem ég hirti voru 36 og 39 cm og voru nokkuð skemmtilegir á stöng #4. Og ég er eiginlega á því að sú stangarstærð sé bara nokkuð passleg í þetta vatn þar sem þarf í raun ekki að þenja köstin neitt langt út, fiskurinn í smærra lagi og aðgengið er þannig að maður getur oftast verið með hagstæða vindátt.

Read Full Post »

Með flottan urriða úr Austurá

Með flottan urriða úr Austurá

Um síðustu helgi var vegurinn á Arnarvatnsheiðina úr Miðfirði opnaður. Ég hafði aldrei komið á heiðina áður en lengi langað að prófa þannig að mér fannst tilvalið að láta slag standa og vera með fyrstu veiðimönnum á heiðina þetta sumarið. Við fórum tveir saman úr Reykjavík á laugardagsmorgni og vorum komnir uppeftir um eittleytið. Þá tók við að koma sér fyrir í kofa og græja veiðidótið. Þetta svæði sem við vorum á er það sem gjarnan er nefnt Arnarvatnheiði norðanmegin og fellur undir Veiðifélag Arnarvatnheiðar og Tvídægru. Helstu vötn á svæðinu eru Arnarvatn Stóra, Réttarvatn, Austur- og Vestur Grandalón og nokkur fleiri. Af ám á svæðinu er helst að nefna Austurá, Skammá og Geiraldslæk. Fyrir utan fyrrnefnda veiðistaði er fullt af allskonar lækjum og tjörnum á svæðinu sem halda fiski. Ekki var bílfært inn að Skammá og Réttarvatni þegar við vorum á svæðinu vegna bleytu. (meira…)

Read Full Post »

Older Posts »