Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Hólaá’

Þessi tók einn urriða í Hólaá

Þessi tók einn urriða í Hólaá

Ég er búinn að vera á leiðinni að prófa Hólaá sem rennur milli Laugarvatns og Apavatns í nokkur ár og lét loks verða af því að prófa. Hafði reynt að leita mér upplýsinga á veidi.is um ána og þar var að finna ýmis álit manna á henni sem veiðisvæði. Það sem helst stóð uppúr þeirri leit var óánægja með að fjöldi stanga í ána er ekki takmarkaður og því var maður svolítið smeykur um að það yrði mögulega þröng á þingi þarna. En svo var nú ekki og við veiðifélagarnir vorum með ána útaf fyrir okkur þennan dag. Já eða allavega á því svæði sem Útey selur aðgang að.
Fyrripartur dags fór í að kanna ána. Við fundum nokkra álitlega staði og urðum varir við fisk á tveimur stöðum en fengum engar tökur. Það var svakalega gott veður, stilla og sól en háir bakkar yfir ánni gera það að verkum (meira…)

Read Full Post »