Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Meðalfellsvatn’

Kibbi Glókollur #12

Kibbi Glókollur #12

Skellti mér í Kjósina í dag milli kl 2 og 6. Byrjaði við Flekkudalsárós og varð fljótt var við fisk. Náði að setja í þrjá þar á Copper John #14 og af þeim fengu tveir frelsið aftur sökum smæðar. Þar gerðist líka það furðulega atvik að ég setti í fýl. Á flugi. Það var töluverð gola og fýlarnir voru að sveima allt í kringum mig þarna og einn þeirra var að taka dýfu fyrir framan mig þegar ég var að leggja fluguna á vatnið og tókst að festa sig með tilheyrandi brotlendingu í vatnið. Það var þá lítið annað fyrir mig að gera en að draga hann inn og klippa tauminn eins nærri honum og ég þorði svo að ég fengi ekki æluna úr honum yfir mig. Hann flaug á brott með sært egó og ég vona að honum heilsist sem allra best bara. Seinna færði ég mig út að Hljóðasteinum og náði tveimur urriðum í viðbót þar en aðeins annar þeirra var nógu stór fyrir silungapokann svo að hinn fékk frelsi. Ég fékk mikið af tökum yfir daginn, mest á Copper John og Kibba með orange kúlu en líka á Krókinn og svartan Nobbler. Fiskarnir sem ég hirti voru 36 og 39 cm og voru nokkuð skemmtilegir á stöng #4. Og ég er eiginlega á því að sú stangarstærð sé bara nokkuð passleg í þetta vatn þar sem þarf í raun ekki að þenja köstin neitt langt út, fiskurinn í smærra lagi og aðgengið er þannig að maður getur oftast verið með hagstæða vindátt.

Read Full Post »

Frábært veður en engin veiði. Margt reynt og eini fiskurinn sem ég varð var við var stærðar lurkur sem elti super tinsel hjá mér alveg upp að lykkju úti við Hljóðasteina og svamlaði svo á brott þegar hann hafði tekið hring í kringum lappirnar á mér. Reyndi líka aðeins við Flekkudalsárósinn og að lokum á tanganum við bátavíkina. Á tanganum voru nokkrir beitukallar að fá fiska en þeir voru að fara þegar ég kom þangað og máfagerið að koma til að tína upp leifarnar eftir þá þannig að það var ekki sérlega kræsilegt að veiða þar.

Read Full Post »

Lítið um þessa ferð að segja nema að það var virkilega kalt og vindurinn við Meðalfellsvatn er með furðulegri veðrafyrirbærum sem fyrirfinnast. Virðist aldrei geta ákveðið sig í hvaða átt hann á að blása. Reyndum við Sandárós, undir Meðalfelli og við ós Flekkudalsár. Ein 36 cm urriðahrygna lét glepjast af Super Tinsel streamer og ég varð eitthvað var á Mickey Finn líka en meira var það ekki í þetta skiptið.

Og svo endað'ann á pönnunni með smjöri

Og svo endað’ann á pönnunni með smjöri

Read Full Post »

Laugardagsmorgun kl 06:30 lagði ég að stað á Þingvelli. Ég ætlaði núna loksins að veiða eitthvað af þessari frægu þingvallableikju. Talsverður vindur varð til þess að ég ákvað að nota áttuna mína, Orvis Clearwater II með stífum toppi ásamt Wullf Triangle taper flotlínu. Ég byrjaði í Vatnskotinu og rölti af stað út á Lambhagann (meira…)

Read Full Post »