Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Púpa’

SkulliJæja hér koma tvær í viðbót sem eru nýjar hjá mér í ár. Þegar ég fer í það að hnýta mér eitthvað nýtt þá hnýti ég alltaf allavega tvær stærðir og tvær flugur af hverri stærð því það er fátt meira svekkjandi en að vera búinn að finna fluguna sem fiskurinn vill taka og tapa svo eina eintakinu sem var til í boxinu.  Þessar flugur sem ég sýni hér eru báðar byggðar á einhverju leyti á flugum sem ég fann á netinu. (meira…)

Read Full Post »

SkulliHér koma tvær sem eru í raun bara kúlu-tvist á vel þekktar flugur. Að nota svokallaðan hot-spot á flugu telja margir að geti gert gæfumuninn þegar fiskurinn er ekki alveg til í „venjulegu“ útgáfuna og ég er hérna með tvær þar sem ég valdi að nota kúluhausinn sjálfann sem hot-spot. (meira…)

Read Full Post »

SkulliNú nálgast vertíðin óðum og ég er búinn að vera í óða önn að fylla á fluguboxin. Ég reyni að byrja á því að fylla í götin sem mynduðust í fyrra í boxunum en þegar það er komið þá fer maður að bæta einhverju nýju og óreyndu við gömlu reynsluboltana. Svo verður maður líka pínu þreyttur á því að hnýta Krókinn eftir fyrstu 20 flugurnar eða svo (spurning um að fara að nota aðrar flugur meira?).  Þegar ég fer að hnýta eitthvað nýtt þá fæ ég hugmyndir úr öllum áttum. Flugurnar koma af netinu og úr bókum. Sumar hefur maður séð á barnum í einhverri veiðibúð eða fengið leynivopnsuppskrift hjá félaga. Og stundum (meira…)

Read Full Post »

Rauður Maraboumaðkur

Ef ég á mér eitthvað „uppáhalds“ fluguhnýtingaefni þá er það marabou. Það er til í svo mörgum litum og er hægt að nota á marga vegu í hnýtingunum. Maraboumaðkurinn er fluga þar sem ég nota marabou sem bæði skott og búkefni. Þetta er gríðarlega einföld fluga sem tekur enga stund að hnýta og það eru aðeins þrjú efni í henni: Marabou, koparvír og tvinni í sama lit og (meira…)

Read Full Post »

 Hvað eru leitarflugur? Leitarflugur eru flugurnar sem maður setur undir þegar maður hefur ekki hugmynd um hvar fiskurinn heldur sig á veiðistaðnum sem maður er á eða hvort það sé yfirleytt fiskur þar. Þetta eru flugurnar sem við þykjumst viss um að séu fisknum svo áhugaverðar að hann mun gera sig líklegan í töku og koma þannig upp um sig þó hann taki ekki endilega fluguna. Þegar við höfum svo komist að því hvort það er fiskur á staðnum þá getum við farið að reyna að sannfæra (meira…)

Read Full Post »

Blóðormurinn er lirfa mýflugu. Lirfa þessi lifir í vatni og er mikilvæg fæða fyrir silung. Það eru til margar eftirlíkingar af henni og flestar mjög auðveldar að hnýta. Á myndinni til hægri eru sex mismunandi útgáfur sem ég er með í boxunum hjá mér. Vinstra megin er efsti ormurinn úr latexi, mið-ormurinn líka úr latexi með marabou skotti og kúluhaus (minn uppáhalds) og sá neðsti gerður úr rauðum hnýtingaþræði með kopar ribbi og smá glimmeri fremst. Hægra megin eru allir ormar úr rauðu vinyl d-ribbi, efsti hnýttur á langan streamer öngul með kúlu, miðjan á grubber öngul með kúlu og sá neðsti á sedge öngul. Þessa flugu hnýti ég alveg frá stærð 8 upp í stærð 16 og hef fengið fisk á allar stærðir.

Read Full Post »

Tvískinnungur er mín þýðing á nafni flugunnar Double standard. Þetta er púpa sem er sett saman út tveimur þekktustu (og bestu) silungapúpum í heimi: Pheasant tail og Héraeyranu. Ég hnýti þessa bæði með og án kúluhauss og ef ég er með kúluna þá nota ég gjarnan 2x langa öngla t.d. Kamazan B830. Flugan á myndinni er hnýtt á Kamazan B830 #12 með koparkúlu.

Krókur: Votfluguöngull, standard eða 2x langur #10,#12,#14,#16.
Kúla: kopar
Tvinni: dökkbrúnn 8/0
Undirbúkur: koparvír
Skott, afturbúkur og bak : fanir úr fashanaskotti (pheasant tail)
Vöf: koparvír
Frambúkur:  héradöbb

Read Full Post »

Vorflugan I

Vorflugulirfa

Vorflugan er vinsæl fæða hjá silungnum, bæði á lirfustiginu og líka sem fullvaxta dýr. Lirfur vorflugunnar gera sér hylki úr hinu og þessu sem þær tína til á botninum, t.d. sandi  og plöntuleifum. Lirfan hefur svo afturendann á sér inni í hylkinu en stingur hausnum og löppum út. Síðan dröslast hún um með hylkið hangandi aftan á sér þar til kemur að því að púpa sig. Þá festir hún hylkið við grjót og lokar sig inni í því. Þar næst myndbreytist lirfan í flugu sem syndir uppp á yfirborðið og flögrar á brott.  Ótal flugur hafa verið gerðar sem eiga að líkjast vorflugulirfunni í hylkinu sínu og hér ætla ég að láta uppskrift af einni slíkri sem ég hannaði innblásinn af miklum meistara fylgja með:

Krókur: Legglangur votfluguöngull  #10, #12
Tvinni: hvítur 8/0,  dökkbrúnn 8/0 í hausinn
Undirbúkur: flatt blý
Búkur: peacock herl
Frambúkur: hvít ull, brún rönd tússuð ofan á
Lappir: fanir úr fashanastéli (pheasant tail)

 

 

Read Full Post »

Súi

Hérna kemur fyrsti svona „alvöru“ pósturinn á bloggið. Hugmyndin með þessum flokk er að taka fyrir eina flugu í viku og ræða hana og afbrigði af henni. Og fyrst ríður á vaðið fluga úr mínu eigin höfði og ber hún nafnið Súi.
Súi gerði góða hluti í Héðinsfjarðaránni í ágúst 2011 og segja má að sjóbleikjurnar þar hafi verið opinmynntar þegar hún datt í vatnið fyrir framan þær. 

Krókur: Grubber #10,#12,#14
Kúla: svört
Tvinni: Uni 8/0 Fire orange
Búkur: flatt silfur tinsel
Frambúkur: svart vinyl rib

Read Full Post »