Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Sjóbleikja’

Jæja. Ég hafði víst ætlað mér að fjalla um veiðisvæðin sem ég hef farið á og ætla að byrja á Flókadalsá fremri en þangað fór ég dagana 19. og 20. ágúst. Hér koma þær upplýsingar sem ég tók saman um ána ásamt mínu áliti á henni.

Veiði: Sjóbleikja
Stangafjöldi: 3 (seldar saman)
Leyfilegt agn: fluga og maðkur
Verð á dagsstöng: 12.000 á primetime og ódýrara þar í kring
Veiðileyfasali 2012 var Stangveiðifélag Siglufjarðar
Veiðitími: 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 fyrir 20 ágúst. Eftir það styttist hlé um eina klst. og er þá veitt frá 15:00 – 21:00.
Kvóti: 16 á dagsstöng, 8 á hvorri vakt. (meira…)

Read Full Post »

Bleikjubaninn Súi

Mýflugur, hiti og sjóbleikja. Það er það sem var á dagskrá hjá okkur veiðifélögunum í Flókadalsá fremri. Þarna hafði enginn okkar veitt áður og því var tilhlökkunin töluverð, sérstaklega í ljósi góðra frétta af sjóbleikjuveiði á svæðinu undanfarna daga. Þetta var líka í fyrsta sinn sem ég ákvað að fara „fly only“ í veiði á ókunnar slóðir. og það má eiginlega segja að þessir tveir dagar hafi verið hörkukennsla í því að það er eiginlega ekki til sá staður sem ekki er hægt að veiða á flugu.
Áin var gríðarlega vatnslítil og (meira…)

Read Full Post »

Súi

Hérna kemur fyrsti svona „alvöru“ pósturinn á bloggið. Hugmyndin með þessum flokk er að taka fyrir eina flugu í viku og ræða hana og afbrigði af henni. Og fyrst ríður á vaðið fluga úr mínu eigin höfði og ber hún nafnið Súi.
Súi gerði góða hluti í Héðinsfjarðaránni í ágúst 2011 og segja má að sjóbleikjurnar þar hafi verið opinmynntar þegar hún datt í vatnið fyrir framan þær. 

Krókur: Grubber #10,#12,#14
Kúla: svört
Tvinni: Uni 8/0 Fire orange
Búkur: flatt silfur tinsel
Frambúkur: svart vinyl rib

Read Full Post »