Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Super Tinsel’

Super Tinsel

Super Tinsel

Ég verð að segja að mér brá pínulítið í brún þegar ég barði þessa flugu augum í fyrsta sinn og mér varð að orði að þetta væri ekkert nema létt útgáfa að silfruðum Toby. Sem er að vissu leyti rétt ef horft er til litana í henni. En því er ekki að neita að Super tinsel er firnasterk fluga og sérstaklega í urriðan að vori. Hún er venjulega ekki hnýtt þyngd sem býður upp á að nota hana á því dýpi sem hentar hverju sinni og hún er létt í kasti. Í útgáfurnar sem ég hnýti nota ég silfurlitað döbbefni í væng sem ég greiði svo aftur með bursta. Búkurinn er úr silfur tinseli og skeggið úr rauðu Senyo´s laser dub (rautt dub með glitþráðum í). Svo er hefðbundnari útgáfan með haus úr svörtu döbbi en hin útgáfan mín með svörtum marabou undirvæng í staðinn. Flugan er einföld og fljótleg í hnýtingu og allir ættu að eiga nokkrar svona í boxinu.

Super Tinsel með marabou undirvæng

Super Tinsel með marabou undirvæng

 

Read Full Post »

Lítið um þessa ferð að segja nema að það var virkilega kalt og vindurinn við Meðalfellsvatn er með furðulegri veðrafyrirbærum sem fyrirfinnast. Virðist aldrei geta ákveðið sig í hvaða átt hann á að blása. Reyndum við Sandárós, undir Meðalfelli og við ós Flekkudalsár. Ein 36 cm urriðahrygna lét glepjast af Super Tinsel streamer og ég varð eitthvað var á Mickey Finn líka en meira var það ekki í þetta skiptið.

Og svo endað'ann á pönnunni með smjöri

Og svo endað’ann á pönnunni með smjöri

Read Full Post »