Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘veiði’

Síðasta færslan hjá mér var 30. mars svo að það má segja að ég skuldi svolítið. Veiðin hófst hjá mér í apríl og ég fór við annan mann (VeiðiEið sjálfan) í Hólaá sem rennur á milli Laugarvatn og Apavatns. Við hrepptum allar tegundir af veðri og einnig nokkra urriða. Þessi ferð var nokkru betri en vorferðin mín í Hólaá í fyrra því við fengum fiska á fleiri stöðum og það má líklega segja að stór hluti árinnar sé mjög veiðilegur. Einnig er gaman að segja frá því að ný fluga frá mér gerði góða hluti þarna og gaf Eiður henni nafnið Rimmugýgur (beygist eins og Hildur). Hér er smá myndband frá túrnum:

Næsti túr var 4. maí í Grímsá til þess að veiða sjóbirting. Við fórum tveir saman og hvorugur komið þarna áður. Við komum við í íburðarlitlu (NOT!) veiðihúsinu og kíktum í bókina eins og veiðimanna er siður og sáum hvaða staðir (meira…)

Read Full Post »

Samantekt 2013

SkulliJæja þá er komið nýtt ár og rétt að gera upp það gamla. Ég hef ekki veitt jafn lítið eins og sumarið 2013 síðan ég tók upp þráðinn aftur í veiðinni fyrir nokkrum árum síðan. Fiskarnir sem ég skráði á veidibok.is eru ekki nema 25 samtals en rétt er að taka fram að ekki rötuðu allir veiddir fiskar í bókina. Undanfarin ár hef ég farið í nokkra fasta túra sem ég varð að sleppa síðasta sumar vegna þess að ég var að bjóða frumburðinn velkominn í heiminn en þeir koma aftur inn í ár. En ég fór á nokkra nýja staði í sumar og langar aftur á þá alla utan einn (Gufuá í Borgarfirði er bara ekki að gera sig fyrir mig). Elliðavatn er sá staður sem ég sótti hvað fastast í sumar en ég hafði ekki veitt þar áður. Vatnið kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega hvað varðar stærðina á fiski en ég fékk mína stærstu fiska þar í sumar. Það voru nokkrir urriðar á bilinu 50 – 60 cm.  Einnig heimsótti ég Arnarvatnsheiðina (norðan megin) snemma sumars í fyrsta skipti og var mjög hrifinn af því veiðisvæði. Hólaá er líka staður sem ég hef hug á að gera að föstum pósti í vorveiðinni. Í lok sumars ákvað ég síðan að ganga til liðs við veiðifélagið Ármenn og er að skoða hvaða möguleika það býður manni upp á næsta sumar.  En nú er að ganga í garð tími fluguhnýtinga og ég vona að það lifni aðeins yfir blogginu mínu vegna þess og svo er ég með greinarstúfa í smíðum um veiðiaðferðir sem eru kannski ekki mjög þekktar á Íslandi. Gleðilegt nýtt veiðiár og sjáumst á bakkanum í sumar!
Kveðja
Siggi Kr.

Read Full Post »

Þessi tók einn urriða í Hólaá

Þessi tók einn urriða í Hólaá

Ég er búinn að vera á leiðinni að prófa Hólaá sem rennur milli Laugarvatns og Apavatns í nokkur ár og lét loks verða af því að prófa. Hafði reynt að leita mér upplýsinga á veidi.is um ána og þar var að finna ýmis álit manna á henni sem veiðisvæði. Það sem helst stóð uppúr þeirri leit var óánægja með að fjöldi stanga í ána er ekki takmarkaður og því var maður svolítið smeykur um að það yrði mögulega þröng á þingi þarna. En svo var nú ekki og við veiðifélagarnir vorum með ána útaf fyrir okkur þennan dag. Já eða allavega á því svæði sem Útey selur aðgang að.
Fyrripartur dags fór í að kanna ána. Við fundum nokkra álitlega staði og urðum varir við fisk á tveimur stöðum en fengum engar tökur. Það var svakalega gott veður, stilla og sól en háir bakkar yfir ánni gera það að verkum (meira…)

Read Full Post »

vv2012-002Óska öllum sem litu við hjá mér á síðasta ári farsældar á komandi veiðiári. Og nýársheitið mitt sem veiðibloggara er að blogga meira um veiði en á síðasta ári.

Með bestu kveðjum
Siggi Kr.

Read Full Post »

Fallegt veður á Skáldabúðaheiði

Jæja. Þá er rjúpnaveiðitímabilið hafið og ég að stíga mín fyrstu skref í skotveiðinni. Maður hefur svosem reynt að ganga til rjúpna áður en oftast ekki haft erindi sem erfiði en nú átti að vera vel undirbúinn og fórum við tveir félagarnir helgina fyrir opnun í könnunarleiðangur til að athuga hvort við sæum eitthvað af fugli. Við fórum upp úr Þjórsárdalnum og uppá það sem heitir Skáldabúðaheiði. Veðrið var frábært, sól og svolítið frost en engar sáum við rjúpurnar enda jörð alveg auð. Þetta var samt

Vaðið

smá próf á bílinn líka sem fékk að prufa að keyra yfir hálf-frosið vað. En eins og ég sagði þá fór lítið fyrir rjúpunum og því ákváðum við að fara ekki þangað fyrstu helgina.

Þá var farið að vinna í því að finna svæði til að veiða á í opnun og fengum við inni á jörð á vesturlandi og þangað héldum við föstudaginn 26. Þar þurftum við að byrja á því að klöngrast upp bratta hlíð og þaðan inn klettótt gil til að komast upp á heiði. Manni finnst búnaður til rjúpnaveiða kannski ekki vera neitt hrikalega þungur í (meira…)

Read Full Post »

Jæja. Ég hafði víst ætlað mér að fjalla um veiðisvæðin sem ég hef farið á og ætla að byrja á Flókadalsá fremri en þangað fór ég dagana 19. og 20. ágúst. Hér koma þær upplýsingar sem ég tók saman um ána ásamt mínu áliti á henni.

Veiði: Sjóbleikja
Stangafjöldi: 3 (seldar saman)
Leyfilegt agn: fluga og maðkur
Verð á dagsstöng: 12.000 á primetime og ódýrara þar í kring
Veiðileyfasali 2012 var Stangveiðifélag Siglufjarðar
Veiðitími: 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 fyrir 20 ágúst. Eftir það styttist hlé um eina klst. og er þá veitt frá 15:00 – 21:00.
Kvóti: 16 á dagsstöng, 8 á hvorri vakt. (meira…)

Read Full Post »

Bleikjubaninn Súi

Mýflugur, hiti og sjóbleikja. Það er það sem var á dagskrá hjá okkur veiðifélögunum í Flókadalsá fremri. Þarna hafði enginn okkar veitt áður og því var tilhlökkunin töluverð, sérstaklega í ljósi góðra frétta af sjóbleikjuveiði á svæðinu undanfarna daga. Þetta var líka í fyrsta sinn sem ég ákvað að fara „fly only“ í veiði á ókunnar slóðir. og það má eiginlega segja að þessir tveir dagar hafi verið hörkukennsla í því að það er eiginlega ekki til sá staður sem ekki er hægt að veiða á flugu.
Áin var gríðarlega vatnslítil og (meira…)

Read Full Post »

Sól, logn og steikjandi hiti er ekki alveg það sem maður vill fá í Veiðivötnum en það er nú samt það sem okkur var boðið upp á í þessari ferð. Við tíndum einn og einn fisk á stangli á land og þar á meðal urriða sem var eins og fótbolti í laginu enda úttroðinn af kuðungi. Flugan var þanin til hins ýtrasta og loksins náði ég fiski á hana úr Litlasjó en það hefur verið markmið hjá mér í nokkurn tíma. Kannaði betur nokkur vötn eins og t.d Litla-Breiðavatn og Arnarpoll en ég er að verða virkilega hrifinn af honum sem fluguveiðivatni. Náði svo að tína nokkrar bleikjur upp úr Breiðavatni engar kusur samt í þetta skiptið. En alltaf frábært að koma þarna og veiða og ég veit að ég mun gera það meðan það er í boði.

Read Full Post »

Fossvötnin

Jæja þá er fyrri Veiðivatnaferðinni lokið þetta árið og segjast verður að oft hefur manni gengið betur aflalega séð og setti hundleiðinlegur og skítkaldur norðanvindurinn strik í reikninginn fyrstu 2 & 1/2 daginn. Og ekki hjálpaði það til að bæði vöðlujakkinn og veiðivestið gleymdust heima. En það er alltaf frábært að koma þarna og veiða í góðum félagsskap þó ekki fiskist alltaf mikið. Einnig voru ný vötn prófuð og um leið spjallað við menn sem þekkja þau og ég mun snúa aftur í þau reynslunni ríkari og með heilræði um hvernig á að veiða þau bak við eyrað.
 Mér fannst hinsvegar eins og umgengni um vötnin væri verri en maður hefur átt að venjast, meira af rusli, girni, beitu og veiðarfærum skilið eftir á bakkanum. Ég hvet menn til að hirða eftir sig allt rusl og tína líka það upp sem aðrir hafa gleymt að taka.
 Ég notaði flugu meira en áður, lærði mikið um hvernig er gott að beita henni þarna og ég hef þegar ákveðið að ferðin Veiðivötn I 2013 verður farin beitulaus. Og þó aflinn hafi ekki verið neitt yfirþyrmandi þá kom ég nú ekki alveg tómhentur heim, var með einhverja 8 – 9 fiska, og set hérna eina mynd af bleikju sem vildi endilega smakka Krókinn #12 og það má segja að hún og önnur eins korteri seinna hafi bjargað túrnum.

Read Full Post »

Pund fyrir pund

Ég var að rifja upp atvik sem kom fyrir í Veiðivötnum í fyrra. Þannig er að vigtirnar við aðgerðaborðið mæla samkvæmt SI kerfinu, þ.e. mæla í kílóum og grömmum. Ég hafði krækt mér í stóran urriða um daginn og þegar ég hengdi hann á vigtina vo hann 3.2 kg. Skráning á þyngd fiska á veiðiskýrslunni er hinsvegar í pundum. Þannig að ég snaraði þessu  yfir á pundatölu og kom út með að þessi fiskur væri 7 pund. Um kvöldið vorum við síðan að ræða þetta og voru nú ekki allir sammála um að þetta væru 7 pund. Vildu margir meina að þessi fiskur væri ekki nema 6,5 pund og studdust við það að pundið væri 0.5 kg en ekki 0.45 eins og það í raun er og ég reikna alltaf með.

 Og þó það skipti mig litlu máli hvort áðurnefndur urriði væri 6.5 eða 7 pund þá fór ég að spá í því að það eru menn sem stunda laxveiði og eru að berjast við að brjóta „20 punda múrinn“. Og þá skiptir máli hvort pundið er 0.5 eða 0.45 kg. Það er nefnilega þannig að sá sem notar „íslenska veiðipundið“ þarf 10 kílóa fisk til að komast í klúbbinn en sá sem notar „ekta“ pund þarf ekki nema 9 kg fisk.

Spurning um að nota bara málbandið á fiskinn frekar…..

Read Full Post »

Older Posts »