Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Veiðivötn’

Fossvötn í Veiðivötnum

Rakst á skemmtilegt vídeó frá Veiðivötnum á YouTube. Þarna eru á ferð norskir náungar frá www.upstreamnorway.no  Fyndið hvað hundurinn í myndbandinu virðist vera alveg jaf spenntur og veiðimaðurinn þegar sett er í fyrsta fiskinn 🙂

 

Read Full Post »

Sól, logn og steikjandi hiti er ekki alveg það sem maður vill fá í Veiðivötnum en það er nú samt það sem okkur var boðið upp á í þessari ferð. Við tíndum einn og einn fisk á stangli á land og þar á meðal urriða sem var eins og fótbolti í laginu enda úttroðinn af kuðungi. Flugan var þanin til hins ýtrasta og loksins náði ég fiski á hana úr Litlasjó en það hefur verið markmið hjá mér í nokkurn tíma. Kannaði betur nokkur vötn eins og t.d Litla-Breiðavatn og Arnarpoll en ég er að verða virkilega hrifinn af honum sem fluguveiðivatni. Náði svo að tína nokkrar bleikjur upp úr Breiðavatni engar kusur samt í þetta skiptið. En alltaf frábært að koma þarna og veiða og ég veit að ég mun gera það meðan það er í boði.

Read Full Post »

Fossvötnin

Jæja þá er fyrri Veiðivatnaferðinni lokið þetta árið og segjast verður að oft hefur manni gengið betur aflalega séð og setti hundleiðinlegur og skítkaldur norðanvindurinn strik í reikninginn fyrstu 2 & 1/2 daginn. Og ekki hjálpaði það til að bæði vöðlujakkinn og veiðivestið gleymdust heima. En það er alltaf frábært að koma þarna og veiða í góðum félagsskap þó ekki fiskist alltaf mikið. Einnig voru ný vötn prófuð og um leið spjallað við menn sem þekkja þau og ég mun snúa aftur í þau reynslunni ríkari og með heilræði um hvernig á að veiða þau bak við eyrað.
 Mér fannst hinsvegar eins og umgengni um vötnin væri verri en maður hefur átt að venjast, meira af rusli, girni, beitu og veiðarfærum skilið eftir á bakkanum. Ég hvet menn til að hirða eftir sig allt rusl og tína líka það upp sem aðrir hafa gleymt að taka.
 Ég notaði flugu meira en áður, lærði mikið um hvernig er gott að beita henni þarna og ég hef þegar ákveðið að ferðin Veiðivötn I 2013 verður farin beitulaus. Og þó aflinn hafi ekki verið neitt yfirþyrmandi þá kom ég nú ekki alveg tómhentur heim, var með einhverja 8 – 9 fiska, og set hérna eina mynd af bleikju sem vildi endilega smakka Krókinn #12 og það má segja að hún og önnur eins korteri seinna hafi bjargað túrnum.

Read Full Post »