Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘video’

Vetur

SkulliJæja nú er langt um liðið frá síðustu færslu enda lítið verið að gerast í veiðinni undanfarið. En bráðlega fer maður að taka hnýtingagræjurnar fram og þá fer þetta vonandi að glæðast aðeins. Þar sem ég náði nú að veiða mér nokkrar rjúpur í haust finnst mér tilvalið að reyna að nýta fjaðrirnar úr þeim í flugur og mun leyfa þeim sem nenna að fylgjast með þegar ég fer að vinna í því að gera fjaðrirnar nothæfar með hreinsun, þurrkun og litun og svo hvernig þær koma út sem hnýtingaefni. En það verður samt að bíða þar til eftir áramót. Þangað til langar mig að deila með ykkur vefsíðu sem hefur að geyma skemmtilegar leiðbeiningar um fluguveiði. Fullt af vídeóum úr smiðju Orvis manna og þó að margt þarna sé frekar „basic“ þá er alltaf gott að rifja upp grundvallaratriðin

Smellið hér til að skoða fluguveiðileiðbeiningar Orvis á netinu

Read Full Post »

Fossvötn í Veiðivötnum

Rakst á skemmtilegt vídeó frá Veiðivötnum á YouTube. Þarna eru á ferð norskir náungar frá www.upstreamnorway.no  Fyndið hvað hundurinn í myndbandinu virðist vera alveg jaf spenntur og veiðimaðurinn þegar sett er í fyrsta fiskinn 🙂

 

Read Full Post »

Streamer

Var að klára að horfa á skemmtilega mynd sem fjallar um veiði með straumflugum. Það er farið í nokkur atriði straumfluguveiða þarna og kennd nokkur trix þó þetta sé ekki hreint kennslumyndband. Læt fylgja trailerinn úr myndinni. Veit ekki til þess að hún fáist á íslandi en það er hægt að nálgast hana með smá leit á internetinu. Þið vitið hvað ég meina…

Read Full Post »

Lykkjur

Að festa flugu á taum með lykkju frekar en hnút (reyndar er lykkja tæknilega séð hnútur) getur gert gæfumuninn þegar reynt er að fá meiri hreyfingu á fluguna. Þetta finnst mér eiga sérstaklega við um straumflugur en þó er lykkjan oft notuð líka (meira…)

Read Full Post »

Föstudagsfjör

Ein af veiðisíðunum sem ég fylgist reglulega með er fluguveiðibloggið hjá Orvis  . Á föstudögum er svokallað Friday Film Festival hjá þeim þar sem þeir hafa safnað saman mörgum mislöngum myndskeiðum um fluguveiði héðan og þaðan af vefnum og sett saman í einn pakka. Skemmtilegt efni og gríðarlega þægilegt fyrir svona letingja eins og mig sem nenna ekki að vera að leita að þessu sjálfir. Það er nefnilega einmitt eitthvað svona sem maður þarf til að svala sárasta veiðiþorstanum nú þegar er farið að styttast í að veiði hefjist.

Read Full Post »

Jæja nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að setja inn vídeó á bloggið. Þetta vídeó er löng stikla ú myndinni Trout Bum Diaries III. Rosalaga skemmtileg mynd og flottasta silungsveiðimynd sem ég hef séð frá Íslandi.  Geriði svo vel: 

Read Full Post »