Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Vorfluga’

SkulliNú nálgast vertíðin óðum og ég er búinn að vera í óða önn að fylla á fluguboxin. Ég reyni að byrja á því að fylla í götin sem mynduðust í fyrra í boxunum en þegar það er komið þá fer maður að bæta einhverju nýju og óreyndu við gömlu reynsluboltana. Svo verður maður líka pínu þreyttur á því að hnýta Krókinn eftir fyrstu 20 flugurnar eða svo (spurning um að fara að nota aðrar flugur meira?).  Þegar ég fer að hnýta eitthvað nýtt þá fæ ég hugmyndir úr öllum áttum. Flugurnar koma af netinu og úr bókum. Sumar hefur maður séð á barnum í einhverri veiðibúð eða fengið leynivopnsuppskrift hjá félaga. Og stundum (meira…)

Read Full Post »

Vorflugan I

Vorflugulirfa

Vorflugan er vinsæl fæða hjá silungnum, bæði á lirfustiginu og líka sem fullvaxta dýr. Lirfur vorflugunnar gera sér hylki úr hinu og þessu sem þær tína til á botninum, t.d. sandi  og plöntuleifum. Lirfan hefur svo afturendann á sér inni í hylkinu en stingur hausnum og löppum út. Síðan dröslast hún um með hylkið hangandi aftan á sér þar til kemur að því að púpa sig. Þá festir hún hylkið við grjót og lokar sig inni í því. Þar næst myndbreytist lirfan í flugu sem syndir uppp á yfirborðið og flögrar á brott.  Ótal flugur hafa verið gerðar sem eiga að líkjast vorflugulirfunni í hylkinu sínu og hér ætla ég að láta uppskrift af einni slíkri sem ég hannaði innblásinn af miklum meistara fylgja með:

Krókur: Legglangur votfluguöngull  #10, #12
Tvinni: hvítur 8/0,  dökkbrúnn 8/0 í hausinn
Undirbúkur: flatt blý
Búkur: peacock herl
Frambúkur: hvít ull, brún rönd tússuð ofan á
Lappir: fanir úr fashanastéli (pheasant tail)

 

 

Read Full Post »