Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Vorveiði’

Frost á fróni

Frost á fróni

Einn af fylgifiskum þess að veiða á Íslandi á vorin og haustin (reyndar stundum líka á sumrin) er að það getur frosið vatn í lykkjunum á stönginni. Þetta gerir veiðimönnum erfitt fyrir og getur á tíðum orðið leiðigjarnt. Ég hef heyrt ýmis ráð við þessu, t.d. að nota WD-40 á lykkjurnar. Nú eða bóna þær með bílabóni. Ég er nú ekki sérstaklega hrifinn af því að vera að sletta einhverjum svona iðnaðarefnum á græjurnar mínar og hef jafnvel heyrt að sterk efni eins og WD-40 geti skemmt línur (sel það þó ekki dýrara en ég keypti). Sumir hafa líka notað varasalva til að bera á lykkjurnar með ágætis árangri. En eitt ráð hef ég heyrt sem mér

Gott í fleira en matinn

Gott í fleira en matinn

hugnast öðrum fremur og það er að nota matreiðsluspreyið PAM á lykkjurnar til að hrinda frá vatninu. Þá er bara spreyjað á lykkjurnar, ekki borið á með tusku og og PAM-ið sér um að halda vatninu úr lykkjunum auk þess að skemma ekki húðina á línum. Svo er náttúrulega hægt að nota það líka til að steikja aflann að loknni veiðiferð. Nú og svo eru til efni sem koma frá veiðigræjuframleiðendum sem eru marðkaðsett í einmitt þessum tilgangi, t.d. Stanley´s ice off paste frá Loon en ég fæ meira kikk út úr því að nota svona heimilis „remedíur“ 🙂

Read Full Post »